Töldu viðskiptalegar forsendur að baki Aurum láninu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2014 19:44 Aðalmeðferð í Aurum málinu mun standa yfir fram í miðjan maí. Vísir/GVA „Mér hefur verið sagt að hann hafi staðfest þetta,“ sagði Guðný Sigurðardóttir fyrrverandi lánastjóri hjá Glitni banka við aðalmeðferð Aurum Holding-málsins í dag. Vísaði hún þar til þess að upphafsstafir Rósants Más Torfasonar, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, eru skráðir á fundargerð áhættunefndar bankans þar sem lánið er formlega samþykkt. Rósant hafnaði því í sínum vitnisburði í dag að hafa veitt þetta samþykki, hann hefði ekki getað það þar sem hann var staddur á norðanverðum Vestfjörðum - utan síma- og netssambands. Guðný, sem ritaði fundargerðina, sagðist ekki vita hver hefði sagt henni að Rósant væri búinn að veita þetta samþykki, en ásamt Rósant eru tveir hinna ákærðu, Lárus Welding og Magnús Arnar Angrímsson skráðir fyrir samþykkinu. Rósant sagði ennfremur í málinu í dag að þrátt fyrir að hann hafi verið mótfallinn lánveitingunni hefði það ekki verið á þeim grundvelli að hún væri andstæð reglum bankans eða landslögum. Hann taldi hins vegar að verið væri að taka hlutabréfaáhættu og að réttast væri að stjórn bankans tæki ákvörðun um lánveitinguna - það væri rétta leiðin fyrir þetta mál. Bæði Rósant og Guðnýju hefur, ásamt ákærðu í málinu utan Bjarna Jóhannessonar, verið stefnt í einkamáli af slitastjórn Glitnis, þar sem slitastjórnin krefst sex milljarða króna skaðabóta vegna málsins. Auk Guðnýjar og Rósant gaf skýrslu eftir hádegi í dag Daði Hannesson, fyrrverandi sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hann gerði verðmat á Aurum Holding innan Glitnis þar sem hann komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef allar áætlanir í rekstri Aurum Holding stæðust væri félagið 190 til 200 milljóna punda virði, en áætlaði einnig að ef sú upphæð væri færð niður væri félagið 110 milljón punda virði. Sérstaklega er tekist á um hvert rétt verðmat var á félaginu en nokkrar útfærslur á virði þess hafa litið dagsins ljós við aðalmeðferðina. Þá gaf skýrslu Gunnar Snævar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs. Hann kom að samningaviðræðum við félagið Damas um kaup þeirra á Aurum. Hann lýsti því ferli nokkuð nákvæmlega, forsvarsmenn Damas hafi verið spenntir fyrir Aurum og séð hag í því að eignast hlut í félaginu. Hann lýsti einnig aðdraganda þess að ekkert varð úr kaupum Damas á Aurum, en Gunnar sagðist aldrei hafa fengið formlega skýringu á því hvers vegna ekki varð af kaupunum.Þórólfur Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings á Íslandi var einn af þeim síðustu til að gefa skýrslu í dag. Hann var einn af þeim fyrstu sem kom að viðræðum Damas og Aurum og sótti fundi milli félaganna í upphafi. Kaupþing vann verðmat á Aurum, í umboði bæði Baugs og Aurum að sögn Þórólfs, en þar var félagið metið á 121 milljón punda. Aðspurður hvernig 100 milljón punda viðmiðið í samskiptum félaganna á virði Aurum hefði komið til sagði Þórólfur það hefði verið kynnt félaginu mjög snemma í ferlinu að Baugur teldi félagið hið minnsta þess virði. „Það var gert mjög skýrt grein fyrir því að til að af þessu yrði yrði það að vera talan. Það var krafa seljandans til að þessar viðræður gætu farið eitthvað áfram að gagnaðilinn viðurkenndi að þetta væri að lágmarki virði félagsins,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að að full alvara hefði verið á bak við viðræðurnar, en sérstakur saksóknari hefur meðal annars haldið því fram að engar viðskiptalegar forsendur stæðu að baki lánveitingunni. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Mér hefur verið sagt að hann hafi staðfest þetta,“ sagði Guðný Sigurðardóttir fyrrverandi lánastjóri hjá Glitni banka við aðalmeðferð Aurum Holding-málsins í dag. Vísaði hún þar til þess að upphafsstafir Rósants Más Torfasonar, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, eru skráðir á fundargerð áhættunefndar bankans þar sem lánið er formlega samþykkt. Rósant hafnaði því í sínum vitnisburði í dag að hafa veitt þetta samþykki, hann hefði ekki getað það þar sem hann var staddur á norðanverðum Vestfjörðum - utan síma- og netssambands. Guðný, sem ritaði fundargerðina, sagðist ekki vita hver hefði sagt henni að Rósant væri búinn að veita þetta samþykki, en ásamt Rósant eru tveir hinna ákærðu, Lárus Welding og Magnús Arnar Angrímsson skráðir fyrir samþykkinu. Rósant sagði ennfremur í málinu í dag að þrátt fyrir að hann hafi verið mótfallinn lánveitingunni hefði það ekki verið á þeim grundvelli að hún væri andstæð reglum bankans eða landslögum. Hann taldi hins vegar að verið væri að taka hlutabréfaáhættu og að réttast væri að stjórn bankans tæki ákvörðun um lánveitinguna - það væri rétta leiðin fyrir þetta mál. Bæði Rósant og Guðnýju hefur, ásamt ákærðu í málinu utan Bjarna Jóhannessonar, verið stefnt í einkamáli af slitastjórn Glitnis, þar sem slitastjórnin krefst sex milljarða króna skaðabóta vegna málsins. Auk Guðnýjar og Rósant gaf skýrslu eftir hádegi í dag Daði Hannesson, fyrrverandi sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hann gerði verðmat á Aurum Holding innan Glitnis þar sem hann komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef allar áætlanir í rekstri Aurum Holding stæðust væri félagið 190 til 200 milljóna punda virði, en áætlaði einnig að ef sú upphæð væri færð niður væri félagið 110 milljón punda virði. Sérstaklega er tekist á um hvert rétt verðmat var á félaginu en nokkrar útfærslur á virði þess hafa litið dagsins ljós við aðalmeðferðina. Þá gaf skýrslu Gunnar Snævar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs. Hann kom að samningaviðræðum við félagið Damas um kaup þeirra á Aurum. Hann lýsti því ferli nokkuð nákvæmlega, forsvarsmenn Damas hafi verið spenntir fyrir Aurum og séð hag í því að eignast hlut í félaginu. Hann lýsti einnig aðdraganda þess að ekkert varð úr kaupum Damas á Aurum, en Gunnar sagðist aldrei hafa fengið formlega skýringu á því hvers vegna ekki varð af kaupunum.Þórólfur Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings á Íslandi var einn af þeim síðustu til að gefa skýrslu í dag. Hann var einn af þeim fyrstu sem kom að viðræðum Damas og Aurum og sótti fundi milli félaganna í upphafi. Kaupþing vann verðmat á Aurum, í umboði bæði Baugs og Aurum að sögn Þórólfs, en þar var félagið metið á 121 milljón punda. Aðspurður hvernig 100 milljón punda viðmiðið í samskiptum félaganna á virði Aurum hefði komið til sagði Þórólfur það hefði verið kynnt félaginu mjög snemma í ferlinu að Baugur teldi félagið hið minnsta þess virði. „Það var gert mjög skýrt grein fyrir því að til að af þessu yrði yrði það að vera talan. Það var krafa seljandans til að þessar viðræður gætu farið eitthvað áfram að gagnaðilinn viðurkenndi að þetta væri að lágmarki virði félagsins,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að að full alvara hefði verið á bak við viðræðurnar, en sérstakur saksóknari hefur meðal annars haldið því fram að engar viðskiptalegar forsendur stæðu að baki lánveitingunni.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41