Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2014 19:29 „Ég þekki þetta Aurum mál ekki rassgat.“ Svo hljóðar hlut tölvupósts sem fór á milli nokkurra lykilstarfsmanna Glitnis banka í aðdraganda lánveitingarinnar til FS38 ehf., sem nú er deilt um í Aurum-málinu svokallaða fyrir héraðsdómi. Skýrslutökum yfir fjórmenningunum sem ákærðir eru í málinu svokallaða lauk um hádegisbil í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannessonfjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd.Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Eftir hádegishlé voru teknar skýrslur af nokkrum starfsmönnum og stjórnarmönnum bæði Glitnis og Fons. Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. Meðal þeirra sem gafu vitnisburð í dag var Einar Örn Ólafsson fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis. Hann sendi meðal annars tölvupóst þar sem stóð: "afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman áður en hann fer á hausinn í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu?" Einar sagði þennan tölvupóst, og fleiri, hafa verið setta fram í hálfkæringi, hann hefði augljóslega verið að færa í stílinn en sagði þó að hann hefði verið að gefa til kynna að Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, ætti að fara varlega í þessum viðskiptum og verið að brýna hann til góðra verka. Að auki kom fyrir dóminn Einar Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans. Einar sagðist hafa þekkt til lánveitingarinnar að hluta til, bankinn hafi á þessum tíma verið að skoða heildarhagsmuni einstakra félaga Baugs og Aurum hafi verið þar inni. Einar sagði að á fundi áhættunefndar vegna málsins hafi það komið skýrt fram að nefndin hefði ekki verið spennt fyrir lánveitingunni. Guðný Sigurðardóttir, lánastjóri Glitnis mun meðal annars hafa sagt nefndinni að félagið væri „algerlega verðlaust“. Hann sagði einnig að hann hefði orðið var við breytingar innan bankans þegar nýir eigendur og forstjóri tóku við. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að vaxa meira sem og að ákvarðanataka hefði orðið hraðari.Aðalmeðferðin heldur áfram á mánudag og verður þá haldið áfram með skýrslutökur af vitnum þar sem fleiri starfsmenn Glitnis munu koma fyrir dóminn. Til stóð að Pálmi Haraldsson, kenndur við eignarhaldsfélagið Fons, gæfi skýrslu í dag en þar sem hann er staddur erlendis mun það frestast eitthvað. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
„Ég þekki þetta Aurum mál ekki rassgat.“ Svo hljóðar hlut tölvupósts sem fór á milli nokkurra lykilstarfsmanna Glitnis banka í aðdraganda lánveitingarinnar til FS38 ehf., sem nú er deilt um í Aurum-málinu svokallaða fyrir héraðsdómi. Skýrslutökum yfir fjórmenningunum sem ákærðir eru í málinu svokallaða lauk um hádegisbil í dag. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannessonfjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd.Jón Ásgeir er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Eftir hádegishlé voru teknar skýrslur af nokkrum starfsmönnum og stjórnarmönnum bæði Glitnis og Fons. Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. Meðal þeirra sem gafu vitnisburð í dag var Einar Örn Ólafsson fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis. Hann sendi meðal annars tölvupóst þar sem stóð: "afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman áður en hann fer á hausinn í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu?" Einar sagði þennan tölvupóst, og fleiri, hafa verið setta fram í hálfkæringi, hann hefði augljóslega verið að færa í stílinn en sagði þó að hann hefði verið að gefa til kynna að Lárus Welding, bankastjóri Glitnis, ætti að fara varlega í þessum viðskiptum og verið að brýna hann til góðra verka. Að auki kom fyrir dóminn Einar Sigurðsson, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjaráðgjafar bankans. Einar sagðist hafa þekkt til lánveitingarinnar að hluta til, bankinn hafi á þessum tíma verið að skoða heildarhagsmuni einstakra félaga Baugs og Aurum hafi verið þar inni. Einar sagði að á fundi áhættunefndar vegna málsins hafi það komið skýrt fram að nefndin hefði ekki verið spennt fyrir lánveitingunni. Guðný Sigurðardóttir, lánastjóri Glitnis mun meðal annars hafa sagt nefndinni að félagið væri „algerlega verðlaust“. Hann sagði einnig að hann hefði orðið var við breytingar innan bankans þegar nýir eigendur og forstjóri tóku við. Hann sagði að áhersla hefði verið lögð á að vaxa meira sem og að ákvarðanataka hefði orðið hraðari.Aðalmeðferðin heldur áfram á mánudag og verður þá haldið áfram með skýrslutökur af vitnum þar sem fleiri starfsmenn Glitnis munu koma fyrir dóminn. Til stóð að Pálmi Haraldsson, kenndur við eignarhaldsfélagið Fons, gæfi skýrslu í dag en þar sem hann er staddur erlendis mun það frestast eitthvað.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41