Handbolti

Anna Úrsúla dregur sig úr landsliðshópnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þetta eru slæm tíðindi fyrir Ísland.
Þetta eru slæm tíðindi fyrir Ísland. Vísir/Daníel
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals og kvennalandsliðsins í handbolta, verður ekki með íslenska landsliðinu í síðustu tveimur leikjum undankeppni EM 2014.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ en þar segir að Anna hafi ákveðið að draga sig úr hópnum vegna langvaranndi meiðsla á hné. Nýjum leikmanni verður ekki bætt í hópinn í hennar stað.

Stelpurnar okkar mæta Finnlandi og Slóvakíu í næstu viku og þarf Ísland að vinna báða leikina til að eiga möguleika á að komast í lokakeppnina sem fer fram í Ungverjalandi og Króatíu seinna á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×