Skoðun

Félagsleg réttlæti: bréf til Íslenskra félagshyggjumanna

René Biasone skrifar

Mig langar að umorða skilaboð Alexis Tsipras sem í síðustu viku leiddi vinstri flokka í Grikklandi til stórkostlegs sigurs.



Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði berjumst fyrir auknum jöfnuði og réttlæti en núna er slíkt í verulegri hættu. Eins og oft gerist á Íslandi, þegar kosningabarátta hefst,  urðum við að berjast fyrir því að koma stefnumálum okkar að í fjölmiðlum. Eins og flestum er kunnugt, er umræðunni stýrt af hægri flokkum í vefmiðlun, blöðum, útvarpi og sjónvarpi.



En þökk sé aktívistum okkar og félagsmönnum almennt, þá höfum við farið í gegnum kosningabaráttuna með hugrekki, stolt og jákvæðni að leiðarljósi.



Vinstri græn munu vinna með hverjum þeim sem vilja berjast fyrir réttlátari Reykjavíkurborg og Íslandi. Í forgangi hjá okkur er að bæta stöðu þeirra sem mest þurfa á því að halda en meðal þeirra eru börn, nemendur, einstæðir foreldrar, lágtekjufjölskyldur, fólk án atvinnu, eldri borgarar, sjúklingar og fatlað fólk. Við munum einnig bæta stöðu leigjenda og þeirra sem eru enn með of háar skuldir vegna kreppu sem “góðærið” 2003-2007 orsakaði.



Ásamt fólki frá þeim flokkum sem eru til í að bæta félagshyggju á Íslandi, munum við stöðva fordómafull öfl popúlisma og berjast gegn xenofóbíu og gegn hvers kyns rasisma.



Við berjumst saman einnig gegn frjálshyggjustefnu sem eyðileggur réttindi og mannlega reisn Íslendinga. Saman munum við berjast fyrir lýðræðislegu, friðsömu og  einhuga Íslandi, landi þar sem félagslegt réttlæti mun ríkja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×