Höfum við efni á mannréttindum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 26. maí 2014 15:05 Flokkar í framboði til sveitarstjórna keppast nú um að lofa að bæta mannréttindi ýmissa hópa eins og gengur rétt fyrir kosningar. Flestir þeirra hafa hins vegar gert það margoft áður en ekki staðið við loforð sín og vona ég að málefnalegt og hugsandi fólk taki það með í reikninginn þegar það tekur ákvörðun um hvað það kýs. Eitt er alveg víst að ef við eigum að geta sinnt mannréttindum allra hópa svo að sómi sé að, kostar það peninga. Mikilvægt er að flokkarnir komi með raunhæfar tillögur um hvernig þeir ætli að fjármagna slíkt. Framboð Dögunar í Reykjavík hefur sett sé mjög metnaðarfull markmið í þessum málum sem hægt er að kynna sér nánar á síðunni dogunreykjavik.is. Ennfremur höfum við sett fram raunhæfar leiðir til að fjármögnunar:Í fyrsta lagi þarf að forgangsraða peningum í velferð og mannúð fyrir fólkið í borginni. Hér erum við að tala um húsnæði, framfærslu, menntun og fleira í þeim dúr.Í öðru lagi er mikilvægt að endurhugsa fjárhagsrammann sem borgin hefur sett sér um hversu mikið hlutfall fer í velferðarmál eða skipulagsmál o.s.frv. þannig að mikilvægustu sviðin fái allan þann pening sem þau þurfa og restin má svo fara í önnur gæluverkefni.Dögun hefur einnig sett fram hugmyndir um að tekjutengja all grunnþjónustu sem lýtur að menntun og frístund barna, þannig að börn þeirra tekjulægstu fái slíka þjónustu fría og börn efnamestu foreldranna borgi meira meðan að millitekjuhóparnir stæðu í stað. Þetta er eingöngu tilfærsla á peningum og gerði það að verkum að hægt væri að gefa fátækustu börnunum fríar máltíðir og frístundir strax í byrjun næsta kjörtímabils.Með aukinni dreifstýringu út í hverfin eins og Dögun leggur til þannig að hverfin ráði ekki bara meiru um sig sjálf heldur fái meira fjármagn til að nota getum við sparað töluvert. Reynsla annarra borga hefur sýnt þetta þar sem fólk fer betur með peninga sem nota á í nærumhverfið. Þetta ásamt því að opna bókhaldið er hluti af róttækri lýðræðisstefnu okkar.Síðast en ekki síst leggur framboðið til að stofnaður verði banki í eigu borgarinnar. Áratuga reynsla annarra borga og fylkja í Skandinavíu og Bandaríkjunum hefur sýnt að slíkur banki er ekki einungis góður fyrir hagsmuni borgarbúa heldur stóðu slíkir bankar að mestu af sér fjármagnhrunið. Þetta er vegna þess að þetta eru eingöngu viðskiptabankar sem taka ekki þátt í áhættufjárfestingum eða bóluhagkerfinu umrædda. Þessir bankar geta veitt borgarbúum lán á lægri vöxtum en einkabankarnir, hvort sem það er til einkanota t.d. fyrir húsnæði eða til að stofna fyrirtæki. Því miður er allt of stór hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar sem fer í vaxtakostnað af lánum og væri það töluverður hagur fyrir borgina að reyna að endurfjármagna slík lán á lægri vöxtum í eigin banka. Það skemmtilegasta við borgarbanka er að verði hagnaður af þeim rekstri færi hann í beint í vasa eigenda sinna, sem í þessu tilviki eru borgarbúar sjálfir. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessar hugmyndir geta skoðað blogg hér https://www.dv.is/blogg/thorleifur-gunnlaugsson/2014/5/15/banki-borgarbua/ , hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/21/borgarbanki-1/ og hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkar í framboði til sveitarstjórna keppast nú um að lofa að bæta mannréttindi ýmissa hópa eins og gengur rétt fyrir kosningar. Flestir þeirra hafa hins vegar gert það margoft áður en ekki staðið við loforð sín og vona ég að málefnalegt og hugsandi fólk taki það með í reikninginn þegar það tekur ákvörðun um hvað það kýs. Eitt er alveg víst að ef við eigum að geta sinnt mannréttindum allra hópa svo að sómi sé að, kostar það peninga. Mikilvægt er að flokkarnir komi með raunhæfar tillögur um hvernig þeir ætli að fjármagna slíkt. Framboð Dögunar í Reykjavík hefur sett sé mjög metnaðarfull markmið í þessum málum sem hægt er að kynna sér nánar á síðunni dogunreykjavik.is. Ennfremur höfum við sett fram raunhæfar leiðir til að fjármögnunar:Í fyrsta lagi þarf að forgangsraða peningum í velferð og mannúð fyrir fólkið í borginni. Hér erum við að tala um húsnæði, framfærslu, menntun og fleira í þeim dúr.Í öðru lagi er mikilvægt að endurhugsa fjárhagsrammann sem borgin hefur sett sér um hversu mikið hlutfall fer í velferðarmál eða skipulagsmál o.s.frv. þannig að mikilvægustu sviðin fái allan þann pening sem þau þurfa og restin má svo fara í önnur gæluverkefni.Dögun hefur einnig sett fram hugmyndir um að tekjutengja all grunnþjónustu sem lýtur að menntun og frístund barna, þannig að börn þeirra tekjulægstu fái slíka þjónustu fría og börn efnamestu foreldranna borgi meira meðan að millitekjuhóparnir stæðu í stað. Þetta er eingöngu tilfærsla á peningum og gerði það að verkum að hægt væri að gefa fátækustu börnunum fríar máltíðir og frístundir strax í byrjun næsta kjörtímabils.Með aukinni dreifstýringu út í hverfin eins og Dögun leggur til þannig að hverfin ráði ekki bara meiru um sig sjálf heldur fái meira fjármagn til að nota getum við sparað töluvert. Reynsla annarra borga hefur sýnt þetta þar sem fólk fer betur með peninga sem nota á í nærumhverfið. Þetta ásamt því að opna bókhaldið er hluti af róttækri lýðræðisstefnu okkar.Síðast en ekki síst leggur framboðið til að stofnaður verði banki í eigu borgarinnar. Áratuga reynsla annarra borga og fylkja í Skandinavíu og Bandaríkjunum hefur sýnt að slíkur banki er ekki einungis góður fyrir hagsmuni borgarbúa heldur stóðu slíkir bankar að mestu af sér fjármagnhrunið. Þetta er vegna þess að þetta eru eingöngu viðskiptabankar sem taka ekki þátt í áhættufjárfestingum eða bóluhagkerfinu umrædda. Þessir bankar geta veitt borgarbúum lán á lægri vöxtum en einkabankarnir, hvort sem það er til einkanota t.d. fyrir húsnæði eða til að stofna fyrirtæki. Því miður er allt of stór hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar sem fer í vaxtakostnað af lánum og væri það töluverður hagur fyrir borgina að reyna að endurfjármagna slík lán á lægri vöxtum í eigin banka. Það skemmtilegasta við borgarbanka er að verði hagnaður af þeim rekstri færi hann í beint í vasa eigenda sinna, sem í þessu tilviki eru borgarbúar sjálfir. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessar hugmyndir geta skoðað blogg hér https://www.dv.is/blogg/thorleifur-gunnlaugsson/2014/5/15/banki-borgarbua/ , hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/21/borgarbanki-1/ og hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun