Niðurrif Fluggarða er hafið Greta Björg Egilsdóttir skrifar 29. maí 2014 14:33 Í svari Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna athugasemda sem gerðar voru við nýtt deiliskipulag á Reykjavíkurflugvelli er stuðst að miklu leyti við skýrslu Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía sem ég hef áður ritað um. Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem hún er unnin út frá algjörlega röngum forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í skugga hótunar um stjórnsýslukæru sendi forstjóri Isavía leiðréttingarbréf til skipulagsfulltrúa þann 23. apríl síðastliðinn þar sem minniháttar rangfærslur eru leiðréttar en ekkert er minnst á að nothæfistuðull flugvallarins í þessari skýrslu er rangur. Skýrslan gefur því algjörlega ranga mynd af raunverulegu áhættustigi fyrir sjúkraflug verði neyðarbrautinni lokað. Af þessum sökum er Reykjavíkurborg enn að skipuleggja Vatnsmýrina miðað við rangar upplýsingar frá forstjóra Isavía og því ekkert lát á vinnu við að vængstífa flugvöllinn. Í þessum skrifuðu orðum eru gröfur á vegum bílaleigunnar Hölds að spilla lóðinni þar sem að úthlutað hefur verið nærri 5000 fermetra sérafnotareit úr Fluggörðum án samráðs við hlutaðeigandi aðila að óskiptri sameign Fluggarða. En í skipulagsreglum fyrir svæðið segir „Óheimilt er stunda eða reka aðra starfsemi innan hvers reits en þá sem samræmist starfsemi í viðkomandi flokki sem skilgreindir eru í skilmálum þessum undir flokkunum „ Svæði án bygginga“ og „Svæði með byggingum/mannvirkjum”. Er flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar, fyrir hönd rekstraraðila flugvallarins, heimilt að veita tímabundna undanþágu frá þessu, enda sé um að ræða starfsemi sem tengist flugrekstri eða rekstri flugvallarins, og sérstakar ástæður sem mæla með undanþágunni." Seint verða þó bílaleigur taldar til flugtengdrar starfsemi þó svo að rekstur þeirra sé flugsækin starfsemi sem á heima utan flugvallarsvæðisins eins og gerist annarsstaðar í heiminum. Vinna er nú þegar hafin eins og áður sagði við að flytja girðingu Fluggarða og reisa nýja til þess að bílaleigan Höldur fái nær 5000 fm svæði undir bílastæði. Þetta er ólíðandi þar sem formaður Rögnunefndarinnar sem ætíð er vitnað til hefur óskað eftir svigrúmi til þess að klára sína vinnu áður en pólitísk afskipti séu höfð af svæðinu þar sem flugvöllurinn er nú. Þetta verður að stöðva. Stöndum vörð um vilja kjósenda, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu, xB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í svari Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna athugasemda sem gerðar voru við nýtt deiliskipulag á Reykjavíkurflugvelli er stuðst að miklu leyti við skýrslu Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía sem ég hef áður ritað um. Skýrslan hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem hún er unnin út frá algjörlega röngum forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í skugga hótunar um stjórnsýslukæru sendi forstjóri Isavía leiðréttingarbréf til skipulagsfulltrúa þann 23. apríl síðastliðinn þar sem minniháttar rangfærslur eru leiðréttar en ekkert er minnst á að nothæfistuðull flugvallarins í þessari skýrslu er rangur. Skýrslan gefur því algjörlega ranga mynd af raunverulegu áhættustigi fyrir sjúkraflug verði neyðarbrautinni lokað. Af þessum sökum er Reykjavíkurborg enn að skipuleggja Vatnsmýrina miðað við rangar upplýsingar frá forstjóra Isavía og því ekkert lát á vinnu við að vængstífa flugvöllinn. Í þessum skrifuðu orðum eru gröfur á vegum bílaleigunnar Hölds að spilla lóðinni þar sem að úthlutað hefur verið nærri 5000 fermetra sérafnotareit úr Fluggörðum án samráðs við hlutaðeigandi aðila að óskiptri sameign Fluggarða. En í skipulagsreglum fyrir svæðið segir „Óheimilt er stunda eða reka aðra starfsemi innan hvers reits en þá sem samræmist starfsemi í viðkomandi flokki sem skilgreindir eru í skilmálum þessum undir flokkunum „ Svæði án bygginga“ og „Svæði með byggingum/mannvirkjum”. Er flugvallarstjóra Reykjavíkurflugvallar, fyrir hönd rekstraraðila flugvallarins, heimilt að veita tímabundna undanþágu frá þessu, enda sé um að ræða starfsemi sem tengist flugrekstri eða rekstri flugvallarins, og sérstakar ástæður sem mæla með undanþágunni." Seint verða þó bílaleigur taldar til flugtengdrar starfsemi þó svo að rekstur þeirra sé flugsækin starfsemi sem á heima utan flugvallarsvæðisins eins og gerist annarsstaðar í heiminum. Vinna er nú þegar hafin eins og áður sagði við að flytja girðingu Fluggarða og reisa nýja til þess að bílaleigan Höldur fái nær 5000 fm svæði undir bílastæði. Þetta er ólíðandi þar sem formaður Rögnunefndarinnar sem ætíð er vitnað til hefur óskað eftir svigrúmi til þess að klára sína vinnu áður en pólitísk afskipti séu höfð af svæðinu þar sem flugvöllurinn er nú. Þetta verður að stöðva. Stöndum vörð um vilja kjósenda, kjósum Framsókn og flugvallarvini til að tryggja opna og faglega stjórnsýslu, xB.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun