Hver nær yfirhöndinni | Svara Haukar á pöllunum? Guðmunndur Marinó Ingvarsson skrifar 10. maí 2014 14:00 Áhorfendur, Sigurbergur og Einar Pétur halda í sér andanum í þann mund sem Guðni skorar. VÍSIR/VILHELM Haukar og ÍBV mætast í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í dag klukkan 16. Einstök stemning hefur verið á leikjunum sem hafa verið æsi spennandi. Haukar unnu eins marks sigur í fyrsta leiknum á heimavelli fyrir framan rúmlega 1.700 áhorfendur. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hefði sigurinn auðveldlega getað fallið ÍBV megin. Önnur eins spenna var í troðfullu íþróttahúsinu í Vestamannaeyju sem tekur 900 manns á fimmtudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem segja má að áhorfendur hafi verið áttundi leikmaður ÍBV liðsins. Einstök stemning hefur myndast hjá stuðningsmönnum ÍBV í þessari úrslitakeppni, bæði í rimmunni gegn Val í undanúrslitum og í leikjunum tveimur gegn Haukum. Stór hluti stuðningsmanna standa, hoppa og syngja allan tímann og fjöldi þeirra rífur sig úr treyjunum og eru berir að ofan í stúkunni að hætti hörðustu stuðningsmanna liða í ensku knattspyrnunni. Skal engan undra að Elías Már Halldórsson hafi skorað á stuðningsmenn Hauka að gera slíkt hið sama í viðtali eftir fyrsta leikinn í úrslitunum. Leikmenn og þjálfarar hafa keppst við að líkja stemningunni í Vestmannaeyjum við stemningu sem myndast á leikjum í Makedóníu og verður spennandi að sjá hvort Eyjamenn nái koma stemningunni eins vel til skila í Schenker höllinni á Ásvöllum í dag og hvort heimamenn svari kallinu, fylli húsið og lifi sig enn frekar inn í leikinn. Staðan í einvíginu er 1-1 á vellinum en stuðningsmenn ÍBV hafa yfirhöndina á pöllunum. Frammistaðan á pöllunum getur ráðið úrslitum í jöfnum leikjum en engin ástæða er til annars en að reikna með áframhaldandi spennu í einvíginu. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og verður í beini lýsingu boltavaktarinnar hér á Vísi. Íslenski handboltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Haukar og ÍBV mætast í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í dag klukkan 16. Einstök stemning hefur verið á leikjunum sem hafa verið æsi spennandi. Haukar unnu eins marks sigur í fyrsta leiknum á heimavelli fyrir framan rúmlega 1.700 áhorfendur. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hefði sigurinn auðveldlega getað fallið ÍBV megin. Önnur eins spenna var í troðfullu íþróttahúsinu í Vestamannaeyju sem tekur 900 manns á fimmtudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum en heimamenn höfðu betur á lokasprettinum þar sem segja má að áhorfendur hafi verið áttundi leikmaður ÍBV liðsins. Einstök stemning hefur myndast hjá stuðningsmönnum ÍBV í þessari úrslitakeppni, bæði í rimmunni gegn Val í undanúrslitum og í leikjunum tveimur gegn Haukum. Stór hluti stuðningsmanna standa, hoppa og syngja allan tímann og fjöldi þeirra rífur sig úr treyjunum og eru berir að ofan í stúkunni að hætti hörðustu stuðningsmanna liða í ensku knattspyrnunni. Skal engan undra að Elías Már Halldórsson hafi skorað á stuðningsmenn Hauka að gera slíkt hið sama í viðtali eftir fyrsta leikinn í úrslitunum. Leikmenn og þjálfarar hafa keppst við að líkja stemningunni í Vestmannaeyjum við stemningu sem myndast á leikjum í Makedóníu og verður spennandi að sjá hvort Eyjamenn nái koma stemningunni eins vel til skila í Schenker höllinni á Ásvöllum í dag og hvort heimamenn svari kallinu, fylli húsið og lifi sig enn frekar inn í leikinn. Staðan í einvíginu er 1-1 á vellinum en stuðningsmenn ÍBV hafa yfirhöndina á pöllunum. Frammistaðan á pöllunum getur ráðið úrslitum í jöfnum leikjum en engin ástæða er til annars en að reikna með áframhaldandi spennu í einvíginu. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og verður í beini lýsingu boltavaktarinnar hér á Vísi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita