Lífið

Harry prins tístar í fyrsta sinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Harry Bretaprins hélt tölu á blaðamannafundi í BT-turninum í London í dag af því tilefni að sala á miðum á Invictus-leikana er hafin. 

Á blaðamannafundinum tísti Harry í fyrsta sinn á Twitter-reikningi Invictus-leikanna.

„Ég vona að allir styðji #invictusgames. Frábært tækifæri til að styðja og þakka karlmönnum og konum sem hafa gefið svo mikið. Harry,“ skrifaði prinsinn. Eftir að hann var búinn að tísta sló hann á létta strengi við blaðamenn.

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég gekk í herinn - ég get ekki slegið inn texta á tölvu mjög hratt.“

Tæplega sjö hundruð manns eru búnir að endurtísta fyrsta tísti prinsins.

Stoltur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.