Lífið

Rekinn fyrir lekann

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Solange Knowles (t.v.) er systir Beyoncé Knowles, eiginkonu Jay Z.
Solange Knowles (t.v.) er systir Beyoncé Knowles, eiginkonu Jay Z. vísir/afp
Starfsmaður hótelsins þar sem tónlistarkonan Solange Knowles réðst á mág sinn, Jay Z, hefur verið rekinn fyrir að leka upptökum úr öryggismyndavél í fjölmiðla.

Á upptökunni sást Solange veitast að Jay Z með höggum í lyftu Standard-hótelsins í New York eftir Met-ballið svokallaða.

Talsmenn hótelsins segjast hneykslaðir og vonsviknir yfir lekanum og var starfsmaðurinn rekinn fyrir að brjóta öryggisreglur hótelsins. Þá bættu talsmennirnir því við að þeir myndu glaðir afhenda öll gögn sem þeir hefðu undir höndum til lögregluyfirvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.