Hin raunverulega leiðrétting Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir skrifar 16. maí 2014 11:49 Við sem höfum barist fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána um langt skeið undrumst stundum hvernig umræðan hefur þróast. Þessa dagana fáum við ítrekaðar fyrirspurnir frá fólki sem vill vita hvenær það getur sótt um að fá leiðréttingu húsnæðislána. Margir hverjir eru í miklum vanda og búa við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur beðið með óþreyju eftir því að Alþingi afgreiði frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu og séreignarsparnað. Þetta fólk spyr í dag, hvar og hvenær get ég sótt um leiðréttingu lána minna?Fólkið með litlu lánin Ég get nefnt nýlega fyrirspurn sem ég fékk frá öldruðum hjónum. Þau eru með mörg lífeyrissjóðslán, sum allt frá árinu 1983. Forsendubresturinn í kjölfar bankahrunsins hefur gert þessi „litlu“ lán illviðráðanleg. Hjónin eru komin á eftirlaunaaldur og hafa tekjur sem eru innan við 400.000 krónur samanlagt. Af því eiga þau að lifa og greiða af þessari lánasúpu. Það er þeim þungbært og þau hafa ekki fengið neina aðstoð til þessa. Fjöldi fólks er í svipaðri aðstöðu, er með lán sem íþyngja verulega og skerða lífsgæði. Þetta er venjulegt fólk sem hefur reynt að standa í skilum án þess að hafa fengið neina aðstoð. Það er vert að hafa í huga að fyrri aðgerðir hafa aðeins náð til 10% þeirra sem eru með verðtryggð lán. 90% fólks hafði ekki fengið neinar úrbætur.Skuldarar einir með verðbólguáhættuna Nú þegar verið er að lögfesta skuldalækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar er eins og við höfum gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Var það ekki sú óánægja sem grasseraði meðal þjóðarinnar vegna forsendubrestsins sem stökkbreytti húsnæðislánum landsmanna? Meðal annars vegna þess að fjármagnseigendur voru í þeirri einstöku stöðu að það voru skuldarar sem báru verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Í kjölfar bankahrunsins hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.Hinn venjulegir Íslendingur Þessi óánægja var svo sterk að málið varð að kosningamáli í síðustu alþingiskosningum. Síðasta ríkisstjórn brást þessu fólki og tillkynnti að ekki yrði meira að gert. Það gátu heimilin í landinu ekki sætt sig við. Leiðréttingin nú snýst ekki um örfáa vel stæða einstaklinga, hún snýst heldur ekki um óljósa hagfræði eða hagsmuni lánadrottna, eins og spunafræði stjórnarandstöðunnar gengur útá. Hún snýst um réttlæti og sanngirni til handa venjulegu fólki sem hefur staðið skil á sínum húsnæðislánum þrátt fyrir versnandi stöðu. Það er það sem ríkisstjórnin er að ná fram með skuldalækkunarfrumvörpum sínum eins og var lofað. Það er hin raunverulega leiðrétting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem höfum barist fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána um langt skeið undrumst stundum hvernig umræðan hefur þróast. Þessa dagana fáum við ítrekaðar fyrirspurnir frá fólki sem vill vita hvenær það getur sótt um að fá leiðréttingu húsnæðislána. Margir hverjir eru í miklum vanda og búa við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur beðið með óþreyju eftir því að Alþingi afgreiði frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu og séreignarsparnað. Þetta fólk spyr í dag, hvar og hvenær get ég sótt um leiðréttingu lána minna?Fólkið með litlu lánin Ég get nefnt nýlega fyrirspurn sem ég fékk frá öldruðum hjónum. Þau eru með mörg lífeyrissjóðslán, sum allt frá árinu 1983. Forsendubresturinn í kjölfar bankahrunsins hefur gert þessi „litlu“ lán illviðráðanleg. Hjónin eru komin á eftirlaunaaldur og hafa tekjur sem eru innan við 400.000 krónur samanlagt. Af því eiga þau að lifa og greiða af þessari lánasúpu. Það er þeim þungbært og þau hafa ekki fengið neina aðstoð til þessa. Fjöldi fólks er í svipaðri aðstöðu, er með lán sem íþyngja verulega og skerða lífsgæði. Þetta er venjulegt fólk sem hefur reynt að standa í skilum án þess að hafa fengið neina aðstoð. Það er vert að hafa í huga að fyrri aðgerðir hafa aðeins náð til 10% þeirra sem eru með verðtryggð lán. 90% fólks hafði ekki fengið neinar úrbætur.Skuldarar einir með verðbólguáhættuna Nú þegar verið er að lögfesta skuldalækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar er eins og við höfum gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Var það ekki sú óánægja sem grasseraði meðal þjóðarinnar vegna forsendubrestsins sem stökkbreytti húsnæðislánum landsmanna? Meðal annars vegna þess að fjármagnseigendur voru í þeirri einstöku stöðu að það voru skuldarar sem báru verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Í kjölfar bankahrunsins hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.Hinn venjulegir Íslendingur Þessi óánægja var svo sterk að málið varð að kosningamáli í síðustu alþingiskosningum. Síðasta ríkisstjórn brást þessu fólki og tillkynnti að ekki yrði meira að gert. Það gátu heimilin í landinu ekki sætt sig við. Leiðréttingin nú snýst ekki um örfáa vel stæða einstaklinga, hún snýst heldur ekki um óljósa hagfræði eða hagsmuni lánadrottna, eins og spunafræði stjórnarandstöðunnar gengur útá. Hún snýst um réttlæti og sanngirni til handa venjulegu fólki sem hefur staðið skil á sínum húsnæðislánum þrátt fyrir versnandi stöðu. Það er það sem ríkisstjórnin er að ná fram með skuldalækkunarfrumvörpum sínum eins og var lofað. Það er hin raunverulega leiðrétting.
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar