Lífið

Níu hönnuðir og listamenn opna Skúmaskot

Ellý Ármanns skrifar
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum ríkti mikil gleði þegar gallerí Skúmaskot opnaði formlega á Laugavegi 23 í vikunni. Í Skúmaskoti er sköpunargleðinni gefinn laus taumur.

Fyrir innan gyllta hurð, inn af litlu porti, kúrir bjart og fallegt rými og þar hafa níu hönnuðir og listamenn nú komið sér fyrir og sett upp aðstöðu til að sýna og bjóða verk sín til sölu.

Listamenn og hönnuðir Skúmaskots: Hanna Hlíf, Sæunn Þorsteinsdóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Herborg Eðvaldsdóttir, María Valsdóttir, Þóra Björk Schram, Heiða Eiríksdóttir og Elín Haraldsdóttir.
Í Skúmaskoti fást ljósskúlptúrar, pappírsljóð, barnaföt, handlitaðir kjólar, postulín, perluverk, silkislár, málverk, bróderí, bækur, skottur og skart. Nýjar vörur berast oft í viku og listamennirnir skiptast á að vera á staðnum til að taka á móti gestum.

Steinunn Hjartardóttir og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir.
Inga Höskuldsdóttir, Bjarni Viðar Sigurðsson og Ása Tryggvadóttir.
Helena Hansdóttir Aspelund, Ásdís Guðmundsdóttir og Helga Óskarsdóttir.
Hrund Ólafsdóttir, Herborg Eðvaldsdóttir, Sævar Sigurgeirsson og Steinunn Hjartardóttir.
Sæunn Þorsteinsdóttir, Anna Friðriksdóttir og Hrund Ólafsdóttir.
Erla Eiríksdóttir, Eva Ruth Gísladóttir og Anna Kristín Ármannsdóttir.
Olga Sigrún Olgeirsdóttir og Sæunn Þorsteinsdóttir.
Að Skúmaskoti standa Elín Haraldsdóttir, Hanna Hlíf, Heiða Eiríksdóttir, Herborg Eðvaldsdóttir, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, María Vals / RimmBamm, Rán Flygenring, Þóra Björk Schram og Sæunn Þorsteinsdóttir. 

Frekari upplýsingar má finna á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.