Innlent

Þyrlan fann týndan ferðamann sofandi í tjaldi

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að leita að erlendum ferðamanni sem óttast var um þar sem bíll hans hafði staðið óhreyfður við Barnafossa í Borgarfirði síðan í gærmorgun.

Þegar þyrlan hafði flogið yfir talsvert svæði vakti stakt tjald á Hvítárbökkum athygli flugmannanna, sem lentu við tjaldið.

Í því reyndist maðurinn vera ásamt tveimur samlöndum sínum, sem hann hafði slegist í för með. Ekkert amaði að mönnunum nema hvað þeir hrukku upp af værum blundi við gnýinn frá þyrlunni og var brugðið.

Þyrlunni var þá snúið aftur til Reykjavíkur og ferðamennirnir ætluðu að reyna að festa blund á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×