„Ekki í takt við það sem íbúar Garðabæjar eru upplýstir um” Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. maí 2014 15:53 Einar er oddviti Framsóknarflokksins í Garðabæ. „Þetta eru sláandi niðurstöður og ekki alveg í takt við það sem íbúar Garðabæjar eru upplýstir um”, segir Einar Karl Birgisson oddviti Framsóknar í Garðabæ um niðurstöður könnunar sem birtust í skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í mars. Fyrr í dag sagði Vísir frá því að unglingar í Garðabæ væru daprari en annars staðar á höfuðbrogarsvæðinu, einelti á miðstigi væri algengara og slagsmál á unglingastigi tíðari. Garðabær hefur myndað samstarfshóps um málið og forstöðukona menningar- og fræðslusviðs Garðabæjar sagði þá að þar á bæ væri niðurstöðum könnunarinnar tekið mjög alvarlega. Einar Karl er ósáttur við að bæjaryfirvöld í Garðabæ hafi ekki vakið athygli á þessu vandamáli þegar skýrslan kom út á sínum tíma, heldur einblínt á það sem kæmi vel út fyrir bæinn. „Greinileg vanlíðan barna á miðstigi er staðreynd í Garðabæ, meira einelti en í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og tíðari slagsmál eru vandamál sem þarf að tala um og bregaðst við. Það má ekki sleppa því bara að tala um vandamálin í samfélaginu eins og þarna hefur verið gert. Hér þarf klárlega aðhald og eftirlit í stjórnsýslunni, og nauðsynlegt að fleiri raddir heyrist í bæjarstjórninni.“ Einar Karl bætir við: „Ég hef kynnt mér skýrsluna og að mínu mati þurfum við að doka hér við, Garðabæ ber skylda til að taka þessar ábendingar alvarlega. Garðabær verður að taka þessi mál fastari tökum og grípa strax inn í. Einelti á ekki að líðast í nokkurri mynd. Heildstæð stefna og öflug vinna í eineltismálum þarf að vera uppi á borðum og allir sem að starfi með börnum í Garðabæ koma þurfa að vinna samtaka eftir henni. Þannig er eini möguleikinn að láta börnum okkar líða vel og þá mun námsárangurinn verða enn betri.“ Sem fyrr segir hefur starfshópur verið stofnaður. „Við stofnuðum risastóran samstarfshóp sem við köllum Kynheilbrigði og velferð. Við erum að taka á ýmsum málum sem tengjast líðan nemenda í skólum og bæjarfélaginu. Við höfum fengið til liðs við okkur aðila frá íþróttafélögunum, skátunum og fleiri frjálsum félagasamtökum í bænum,“ útskýrði Margrét Björk Svavarsdóttir, forstöðukonar fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar fyrr í dag. „Ég fagna því að vinna við þessi mál sé hafin, og ítreka að það þarf að taka hana föstum tökum. Klárlega þarf að vinna þetta með félagasamtökum, eins og íþróttafélögum, því að svona mál smitast oft þangað líka,“ segir Einar Karl að lokum. Tengdar fréttir Einelti, slagsmál og depurð mest í Garðabæ „Vorum eitt spurningamerki," segir forstöðukona fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar um niðurstöður könnunar sem birtust í skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 6. maí 2014 11:37 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira
„Þetta eru sláandi niðurstöður og ekki alveg í takt við það sem íbúar Garðabæjar eru upplýstir um”, segir Einar Karl Birgisson oddviti Framsóknar í Garðabæ um niðurstöður könnunar sem birtust í skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í mars. Fyrr í dag sagði Vísir frá því að unglingar í Garðabæ væru daprari en annars staðar á höfuðbrogarsvæðinu, einelti á miðstigi væri algengara og slagsmál á unglingastigi tíðari. Garðabær hefur myndað samstarfshóps um málið og forstöðukona menningar- og fræðslusviðs Garðabæjar sagði þá að þar á bæ væri niðurstöðum könnunarinnar tekið mjög alvarlega. Einar Karl er ósáttur við að bæjaryfirvöld í Garðabæ hafi ekki vakið athygli á þessu vandamáli þegar skýrslan kom út á sínum tíma, heldur einblínt á það sem kæmi vel út fyrir bæinn. „Greinileg vanlíðan barna á miðstigi er staðreynd í Garðabæ, meira einelti en í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og tíðari slagsmál eru vandamál sem þarf að tala um og bregaðst við. Það má ekki sleppa því bara að tala um vandamálin í samfélaginu eins og þarna hefur verið gert. Hér þarf klárlega aðhald og eftirlit í stjórnsýslunni, og nauðsynlegt að fleiri raddir heyrist í bæjarstjórninni.“ Einar Karl bætir við: „Ég hef kynnt mér skýrsluna og að mínu mati þurfum við að doka hér við, Garðabæ ber skylda til að taka þessar ábendingar alvarlega. Garðabær verður að taka þessi mál fastari tökum og grípa strax inn í. Einelti á ekki að líðast í nokkurri mynd. Heildstæð stefna og öflug vinna í eineltismálum þarf að vera uppi á borðum og allir sem að starfi með börnum í Garðabæ koma þurfa að vinna samtaka eftir henni. Þannig er eini möguleikinn að láta börnum okkar líða vel og þá mun námsárangurinn verða enn betri.“ Sem fyrr segir hefur starfshópur verið stofnaður. „Við stofnuðum risastóran samstarfshóp sem við köllum Kynheilbrigði og velferð. Við erum að taka á ýmsum málum sem tengjast líðan nemenda í skólum og bæjarfélaginu. Við höfum fengið til liðs við okkur aðila frá íþróttafélögunum, skátunum og fleiri frjálsum félagasamtökum í bænum,“ útskýrði Margrét Björk Svavarsdóttir, forstöðukonar fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar fyrr í dag. „Ég fagna því að vinna við þessi mál sé hafin, og ítreka að það þarf að taka hana föstum tökum. Klárlega þarf að vinna þetta með félagasamtökum, eins og íþróttafélögum, því að svona mál smitast oft þangað líka,“ segir Einar Karl að lokum.
Tengdar fréttir Einelti, slagsmál og depurð mest í Garðabæ „Vorum eitt spurningamerki," segir forstöðukona fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar um niðurstöður könnunar sem birtust í skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 6. maí 2014 11:37 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira
Einelti, slagsmál og depurð mest í Garðabæ „Vorum eitt spurningamerki," segir forstöðukona fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar um niðurstöður könnunar sem birtust í skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 6. maí 2014 11:37