Hersýningin í Reykjavík Björgvin Mýrdal skrifar 26. apríl 2014 12:02 Á Páskadag, um fjögur leytið, fór ég að sækja bíl niður í miðbæ Reykjavíkur. Þegar þangað var komið minntist ég þess að hin alþjóðlegu og árlegu ,,420” kannabis-mótmæli voru að hefjast á Austurvelli, líkt og venja er 20. apríl ár hvert, kl. 20 mínútur yfir fjögur. Erlendis eru þetta jafnan talin ein ,,þægilegustu” mótmæli sem lögregla viðkomandi landa þekkir vegna óvenju prúðra og vingjarnlegra mótmælenda. Til gamans má geta að þessi tilteknu mótmæli gegn kannabisbanninu hafa farið fram í hátt í þúsund borgum víðs vegar um heiminn á síðustu árum. Valdníðslu og mannréttindabrotum stjórnvalda, ásamt dæmum um ofbeldi lögreglu í garð vímuefnaneytenda, er mótmælt harðlega. Það geri ég líka. Allt rétthugsandi fólk, og þá sérstaklega rétthugsandi fólk sem á börn og er hreint ekki sama um framtíð þeirra, hljóta að taka heilshugar undir þessi mótmæli. Kannabisbannið er ofbeldi gagnvart venjulegu fólki, og hrein og klár aðför að almennri skynsemi. Bann- og refsilögin (lög 65) frá árinu 1974 eru einhver misheppnuðustu, og jafnframt skaðlegustu, lög sem sett hafa verið hér á landi. Þeim verður að breyta. Þau eru röng. Þegar ég mætti á svæðið voru hin eiginlegu mótmæli á lokasprettinum. Þar voru þó í kringum 100 manns, ásamt sirka 30-40 lögregluþjónum. Það sem mér fannst slæmt að sjá var hversu mikill fjöldi ólögráða ungmenna var á svæðinu. Kannski var það samt táknrænt. Bann- og refsilögin bitna jú einna helst á ungu fólki, ekki síst vegna þess að aðgengi þeirra að ólöglegum vímuefnum er nánast takmarkalaust í dag. Það sem mér fannst hins vegar verst að sjá var liðsöfnuður laganna varða. Var allur þessi lögregluher nauðsynlegur? Var ekki nóg að senda einn eða tvo lögregluþjóna, jafnvel á reiðhjólum, til að fylgjast með því að snyrtilega væri gengið um svæðið og til að minna viðstadda á að mæta ekki of seint í páskasteikina heima hjá sér? Á Austurvelli hóf gasalega þekktur lögregluþjónn upp raust sína og tilkynnti viðstöddum að fólki væri nú frjálst að yfirgefa svæðið, jafnvel með öll þau ólöglegu vímuefni sem fólk kynni að hafa á sér, en ef fólk kysi að vera um kyrrt þá yrði það líklegast handtekið, með öllum þeim óþægindum sem af slíkum verknaði hlýst. Þau óþægindi, að því gefnu að ólögleg efni finnist í fórum viðkomandi, eru meðal annars sekt upp á tugþúsundir króna og skráning á sakaskrá í a.m.k. 3 ár. Slíkur stimpill getur haft ógnvænleg snjóboltaáhrif fyrir hvern sem hann fær, og þýðir m.a. gríðarlega skerðingu á atvinnumöguleikum og þar með fjárhagslegri afkomu. Einnig fylgja nokkrar óvæntar hliðarverkanir, t.d. er öllum sem langar að heimsækja BNA meinuð innganga í landið ef viðkomandi hefur slíka færslu í sakaskrá sinni. Í kjölfarið vöknuðu nokkrar spurningar hjá mér; Hvernig getur lögreglan handtekið fólk fyrir að neyta ólöglegra vímuefna, þegar neysla ólöglegra vímuefna er ekki refsiverður verknaður? Í mínum huga er það fyrir neðan allar hellur að lögreglunni sé í sjálfvald sett að ákveða hvort einstaklingur neyti einhvers, eða hvort hann sé með efni ,,í vörslu“ sinni. Um þetta þurfa að vera skýrar reglur. Ef þú stendur niður í bæ og einhver réttir þér pípu með kannabis og þú reykir úr henni og réttir síðan öðrum, verður ekki annað sagt en að þú hafir neytt kannabis, en sért ekki með það í vörslu þinni. Hvernig getur lögreglan leyft sér að hóta því að handtaka neytendur þegar margyfirlýst stefna lögreglunnar er að láta neytendur almennt óáreitta? Þó ég efist stórlega um að nokkur maður trúi því að lögreglan sé ekki að ónáða og áreita vímuefnaneytendur, þá hlýtur það samt sem áður að vera krafa almennings að lögreglan fylgi í einu og öllu sínum eigin yfirlýsingum. Ef lögreglan gerir það ekki þá er einfaldlega ekki hægt að treysta neinum yfirlýsingum eða upplýsingum sem þaðan koma. Hvernig getur lögreglan ákveðið, að því er virðist eingöngu eftir geðþótta yfirmanna, að berjast gegn einhverjum ákveðnum lögbrotum á meðan önnur lögbrot eru látin afskiptalaus? Lögreglan hefur t.d. látið fjárhættuspil víðs vegar um borgina að langmestu leyti í friði. Í framhaldinu getum við síðan spurt okkur sjálf; er ásættanlegt að lögreglan sé að hafa afskipti af fólki sem er ekki á nokkurn hátt að brjóta á öðru fólki? Af hverju er ríkið að skipta sér af því hvað fólk setur í sinn eigin líkama? Hvernig getur lögreglan réttlætt kostnaðinn við að kalla út auka mannskap á vakt, á bullandi yfirvinnutaxta í tilefni dagsins væntanlega, þegar öllum ætti að hafa verið ljóst að ekki nokkur hætta var á að mótmælin yrðu nokkuð annað en friðsamleg? Eru neytendur kannabis ekki einmitt rómaðir fyrir gott geðslag og létta lund? Er einhver munur á þessum mótmælendum og öllum þeim sem mótmælt hafa öðrum lögum í gegnum tíðina, líkt og t.d. bjórbanninu, pókerbanninu eða hnefaleikabanninu? Er hægt að fá að vita hvað sá frómi yfirmaður í lögreglunni heitir sem mat það svo að þetta yrðu ekki fámenn og friðsamleg mótmæli og því væri nauðsynlegt að kalla út óeirðateymið til að fara í málið? Ef þessi mótmæli eru sett í sögulegt samhengi, þá er nánast útilokað annað en að yfirmenn lögreglunnar hafi orðið sér til skammar á Austurvelli þennan páskadag. Við vitum öll hversu bjánalegt það er að bjór skuli hafa verið bannaður hér á Íslandi áratugum saman. Það var nóg af fólki á móti því að leyfa hann á sínum tíma. Það verður væntanlega gert gys af þeim lögregluþjónum sem stóðu vaktina á Austurvellli þegar myndbönd af mótmælunum verða skoðuð eftir 30 ár eða svo... Og jafnvel mikið fyrr. Að löggæsluyfirvöld skuli vera svo óforskömmuð að senda heilan her af lögreglufólki til að leysa upp friðsamleg mótmæli fólks, sem m.a. er að mótmæla ofríki lögreglunnar, mannréttindaníði og ranglátum refsilögum, er hreint og beint til skammar. Það var nákvæmlega engin ástæða til að reka fólk af svæðinu. Það stóð engum ógn af þessum hópi mótmælenda. Þessvegna er ekki hægt að líta á aðgerðir lögreglunnar á Austurvelli á páskadag sem nokkuð annað en einhverskonar hersýningu eða valdamont. Að lokum vil ég árétta að í sumum löndum er kannabis lögleg verslunarvara. Hvernig getur verið réttlætanlegt að refsa fólki hérna á Íslandi fyrir að kjósa að neyta kannabis í stað áfengis, þegar áfengisneysla hefur mun skaðlegri áhrif á bæði einstaklinga sem og samfélög í heild. Var einhver að tala um hræsni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á Páskadag, um fjögur leytið, fór ég að sækja bíl niður í miðbæ Reykjavíkur. Þegar þangað var komið minntist ég þess að hin alþjóðlegu og árlegu ,,420” kannabis-mótmæli voru að hefjast á Austurvelli, líkt og venja er 20. apríl ár hvert, kl. 20 mínútur yfir fjögur. Erlendis eru þetta jafnan talin ein ,,þægilegustu” mótmæli sem lögregla viðkomandi landa þekkir vegna óvenju prúðra og vingjarnlegra mótmælenda. Til gamans má geta að þessi tilteknu mótmæli gegn kannabisbanninu hafa farið fram í hátt í þúsund borgum víðs vegar um heiminn á síðustu árum. Valdníðslu og mannréttindabrotum stjórnvalda, ásamt dæmum um ofbeldi lögreglu í garð vímuefnaneytenda, er mótmælt harðlega. Það geri ég líka. Allt rétthugsandi fólk, og þá sérstaklega rétthugsandi fólk sem á börn og er hreint ekki sama um framtíð þeirra, hljóta að taka heilshugar undir þessi mótmæli. Kannabisbannið er ofbeldi gagnvart venjulegu fólki, og hrein og klár aðför að almennri skynsemi. Bann- og refsilögin (lög 65) frá árinu 1974 eru einhver misheppnuðustu, og jafnframt skaðlegustu, lög sem sett hafa verið hér á landi. Þeim verður að breyta. Þau eru röng. Þegar ég mætti á svæðið voru hin eiginlegu mótmæli á lokasprettinum. Þar voru þó í kringum 100 manns, ásamt sirka 30-40 lögregluþjónum. Það sem mér fannst slæmt að sjá var hversu mikill fjöldi ólögráða ungmenna var á svæðinu. Kannski var það samt táknrænt. Bann- og refsilögin bitna jú einna helst á ungu fólki, ekki síst vegna þess að aðgengi þeirra að ólöglegum vímuefnum er nánast takmarkalaust í dag. Það sem mér fannst hins vegar verst að sjá var liðsöfnuður laganna varða. Var allur þessi lögregluher nauðsynlegur? Var ekki nóg að senda einn eða tvo lögregluþjóna, jafnvel á reiðhjólum, til að fylgjast með því að snyrtilega væri gengið um svæðið og til að minna viðstadda á að mæta ekki of seint í páskasteikina heima hjá sér? Á Austurvelli hóf gasalega þekktur lögregluþjónn upp raust sína og tilkynnti viðstöddum að fólki væri nú frjálst að yfirgefa svæðið, jafnvel með öll þau ólöglegu vímuefni sem fólk kynni að hafa á sér, en ef fólk kysi að vera um kyrrt þá yrði það líklegast handtekið, með öllum þeim óþægindum sem af slíkum verknaði hlýst. Þau óþægindi, að því gefnu að ólögleg efni finnist í fórum viðkomandi, eru meðal annars sekt upp á tugþúsundir króna og skráning á sakaskrá í a.m.k. 3 ár. Slíkur stimpill getur haft ógnvænleg snjóboltaáhrif fyrir hvern sem hann fær, og þýðir m.a. gríðarlega skerðingu á atvinnumöguleikum og þar með fjárhagslegri afkomu. Einnig fylgja nokkrar óvæntar hliðarverkanir, t.d. er öllum sem langar að heimsækja BNA meinuð innganga í landið ef viðkomandi hefur slíka færslu í sakaskrá sinni. Í kjölfarið vöknuðu nokkrar spurningar hjá mér; Hvernig getur lögreglan handtekið fólk fyrir að neyta ólöglegra vímuefna, þegar neysla ólöglegra vímuefna er ekki refsiverður verknaður? Í mínum huga er það fyrir neðan allar hellur að lögreglunni sé í sjálfvald sett að ákveða hvort einstaklingur neyti einhvers, eða hvort hann sé með efni ,,í vörslu“ sinni. Um þetta þurfa að vera skýrar reglur. Ef þú stendur niður í bæ og einhver réttir þér pípu með kannabis og þú reykir úr henni og réttir síðan öðrum, verður ekki annað sagt en að þú hafir neytt kannabis, en sért ekki með það í vörslu þinni. Hvernig getur lögreglan leyft sér að hóta því að handtaka neytendur þegar margyfirlýst stefna lögreglunnar er að láta neytendur almennt óáreitta? Þó ég efist stórlega um að nokkur maður trúi því að lögreglan sé ekki að ónáða og áreita vímuefnaneytendur, þá hlýtur það samt sem áður að vera krafa almennings að lögreglan fylgi í einu og öllu sínum eigin yfirlýsingum. Ef lögreglan gerir það ekki þá er einfaldlega ekki hægt að treysta neinum yfirlýsingum eða upplýsingum sem þaðan koma. Hvernig getur lögreglan ákveðið, að því er virðist eingöngu eftir geðþótta yfirmanna, að berjast gegn einhverjum ákveðnum lögbrotum á meðan önnur lögbrot eru látin afskiptalaus? Lögreglan hefur t.d. látið fjárhættuspil víðs vegar um borgina að langmestu leyti í friði. Í framhaldinu getum við síðan spurt okkur sjálf; er ásættanlegt að lögreglan sé að hafa afskipti af fólki sem er ekki á nokkurn hátt að brjóta á öðru fólki? Af hverju er ríkið að skipta sér af því hvað fólk setur í sinn eigin líkama? Hvernig getur lögreglan réttlætt kostnaðinn við að kalla út auka mannskap á vakt, á bullandi yfirvinnutaxta í tilefni dagsins væntanlega, þegar öllum ætti að hafa verið ljóst að ekki nokkur hætta var á að mótmælin yrðu nokkuð annað en friðsamleg? Eru neytendur kannabis ekki einmitt rómaðir fyrir gott geðslag og létta lund? Er einhver munur á þessum mótmælendum og öllum þeim sem mótmælt hafa öðrum lögum í gegnum tíðina, líkt og t.d. bjórbanninu, pókerbanninu eða hnefaleikabanninu? Er hægt að fá að vita hvað sá frómi yfirmaður í lögreglunni heitir sem mat það svo að þetta yrðu ekki fámenn og friðsamleg mótmæli og því væri nauðsynlegt að kalla út óeirðateymið til að fara í málið? Ef þessi mótmæli eru sett í sögulegt samhengi, þá er nánast útilokað annað en að yfirmenn lögreglunnar hafi orðið sér til skammar á Austurvelli þennan páskadag. Við vitum öll hversu bjánalegt það er að bjór skuli hafa verið bannaður hér á Íslandi áratugum saman. Það var nóg af fólki á móti því að leyfa hann á sínum tíma. Það verður væntanlega gert gys af þeim lögregluþjónum sem stóðu vaktina á Austurvellli þegar myndbönd af mótmælunum verða skoðuð eftir 30 ár eða svo... Og jafnvel mikið fyrr. Að löggæsluyfirvöld skuli vera svo óforskömmuð að senda heilan her af lögreglufólki til að leysa upp friðsamleg mótmæli fólks, sem m.a. er að mótmæla ofríki lögreglunnar, mannréttindaníði og ranglátum refsilögum, er hreint og beint til skammar. Það var nákvæmlega engin ástæða til að reka fólk af svæðinu. Það stóð engum ógn af þessum hópi mótmælenda. Þessvegna er ekki hægt að líta á aðgerðir lögreglunnar á Austurvelli á páskadag sem nokkuð annað en einhverskonar hersýningu eða valdamont. Að lokum vil ég árétta að í sumum löndum er kannabis lögleg verslunarvara. Hvernig getur verið réttlætanlegt að refsa fólki hérna á Íslandi fyrir að kjósa að neyta kannabis í stað áfengis, þegar áfengisneysla hefur mun skaðlegri áhrif á bæði einstaklinga sem og samfélög í heild. Var einhver að tala um hræsni?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar