Leiksoppar sveitarstjórnarmanna Bergmann Guðmundsson skrifar 28. apríl 2014 22:30 Nú líður senn að kosningum og það er yfirleitt sá tími sem sveitastjórnarmenn muna eftir því að þeir eru með fólk í vinnu sem sér um að ala upp og mennta æsku landsins. Inn á kennarastofur grunnskólanna fara að lauma sér ýmsir aðilar sem ekki hafa sést í 4 ár, verið jafnvel ósýnilegri en snjómaðurinn ógurlegi. Maður fer að heyra hvísl, hvískur og ógreinileg orð sem feykjast til manns með vindinum. Orð sem vekja upp sárar minningar um svik og loforð sem aldrei voru efnd. Orð eins og „gildi menntunar“ og svo „vagga menningar“ og jafnvel ef maður er heppinn „hornsteinar samfélagsins“. Stjórnmálamenn fara að skrifa greinar í dagblöð, tímarit og vefmiðla og fjalla um þann mikla mannauð sem býr í grunnskólum landsins og hversu nauðsynlegt það sé að halda uppi góðu skólastarfi, og hvað þeir séu meðvitaðir um gildi menntunar. Kennarinn fær sinn sess í umræðunni. Góður kennari gulli betri, kennarar eiga lof skilið og aðrir gullhamrar streyma af vörum þeirra sem falast eftir atkvæðum landsmanna. Við kennarar vitum varla hvaðan á okkur stendur veðrið. Allt í einu er okkur stillt upp og myndir teknar af okkur með mektarbokkum samfélagsins. Við höfum uppveðrast í gegnum tíðina og jafnvel hugsað með okkur að nú sé komið að því. Loksins sjá menn gildi þess að vera með vel launað og ánægt starfsfólk í þessari mikilvægu stétt sem leggur grunninn að samfélaginu með vinnu sinni. Maður hefur jafnvel ekki fengið þunglyndiskast um mánaðarmótin eins og venjulega þegar launaseðillinn berst. En eitthvað er skrýtið í ár. Kennarastéttin er hætt að hlusta, hún er búin að læra á sprellið. Við erum dregin fram eins og gamall ættingi sem á stórafmæli, myndir eru teknar, ræður eru haldnar og svo þegar partíið er búið er okkur stungið aftur inn í skólana og látin dúsa þar á skítakaupi þar til hægt verður að nota okkur til atkvæðaveiða að 4 árum liðnum. En kæri sveitastjórnarmaður, ekki í ár. Við erum búin að vera samningslaus í 2 ár og enginn vilji virðist vera til að leiðrétta launin eða laga hjá okkur vinnuaðstæður. Flæði nýútskrifaðra kennara hefur stöðvast og stéttin eldist og eldist vegna þess að nýliðunin er engin. Og hver getur svo sem fett fingur út í það. 5 ára háskólanám gefur þér rétt rúmlega 300.000 krónur í heildarlaun. Það þarf hugsjónamanneskju til að velja kennslu sem ævistarf í dag, og góða fyrirvinnu á heimilið. Hvernig væri þá að breyta um takt. Bónusar og launaskrið þekkist ekki hjá okkur og ekki koma stjórnmálamenn fram og setja reglugerðir til þess að við getum fengið árslaun í bónusa fyrir vel unnin störf. Nei, það er fundið að því að skólakerfið hefur ekki nægilega framlegð. Kennarar vinna ekki nægilega mikið. Eins og við séum verksmiðja sem dælir út fullmótuðum einstaklingum eftir þörfum. Í skólunum er unnið með fólk ekki vörur, og hvað er mikilvægara en það? Það væri gaman að lifa í samfélagi þar sem fjármálageiranum væri hampað fjórða hvert ár í ræðu og riti og talað um hornsteina samfélagsins og kennurum og öðrum sem vinna með fólk væri borgað eins og þeir ynnu í fjármálakerfinu. Ekki eru nú miklar líkur á því þar sem við erum ekki að borga í kosningasjóði stjórnmálamanna. Í byrjum apríl voru tveir stórir fundir. Ársþing KÍ og aðalfundur SA. Nú megið þið giska, á hvorum aðalfundinum var ekki þverfótað fyrir stjórnmálamönnum við trogið og á hvorum ráðherra menntamála þurfti, liggur við, að klára ræðuna sína á leiðinni út því honum lá svo á að komast í burtu áður en þessir leiðinlegu kennarar færu að ræða um kjörin sín. Engin verðlaun í boði, ég hef bara ekki efni á þeim. Þetta er lýsandi dæmi fyrir viðhorf ráðamanna gagnvart þessum málaflokki. Þess vegna segi ég kæri sveitarstjórnarmaður. Ekki eyða peningum þínum í auglýsingar til að vegsama skólakerfið, ekki vera að nota okkur til að veiða atkvæði. Við kærum okkur ekki um það. Ef þú vilt gera það sem rétt er, borgaðu okkur þá mannsæmandi laun og mundu þegar þú kemur í heimsókn til okkar að við erum búin að sjá leikritið þitt og okkur fannst það ekki gott. Þú þarft að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður senn að kosningum og það er yfirleitt sá tími sem sveitastjórnarmenn muna eftir því að þeir eru með fólk í vinnu sem sér um að ala upp og mennta æsku landsins. Inn á kennarastofur grunnskólanna fara að lauma sér ýmsir aðilar sem ekki hafa sést í 4 ár, verið jafnvel ósýnilegri en snjómaðurinn ógurlegi. Maður fer að heyra hvísl, hvískur og ógreinileg orð sem feykjast til manns með vindinum. Orð sem vekja upp sárar minningar um svik og loforð sem aldrei voru efnd. Orð eins og „gildi menntunar“ og svo „vagga menningar“ og jafnvel ef maður er heppinn „hornsteinar samfélagsins“. Stjórnmálamenn fara að skrifa greinar í dagblöð, tímarit og vefmiðla og fjalla um þann mikla mannauð sem býr í grunnskólum landsins og hversu nauðsynlegt það sé að halda uppi góðu skólastarfi, og hvað þeir séu meðvitaðir um gildi menntunar. Kennarinn fær sinn sess í umræðunni. Góður kennari gulli betri, kennarar eiga lof skilið og aðrir gullhamrar streyma af vörum þeirra sem falast eftir atkvæðum landsmanna. Við kennarar vitum varla hvaðan á okkur stendur veðrið. Allt í einu er okkur stillt upp og myndir teknar af okkur með mektarbokkum samfélagsins. Við höfum uppveðrast í gegnum tíðina og jafnvel hugsað með okkur að nú sé komið að því. Loksins sjá menn gildi þess að vera með vel launað og ánægt starfsfólk í þessari mikilvægu stétt sem leggur grunninn að samfélaginu með vinnu sinni. Maður hefur jafnvel ekki fengið þunglyndiskast um mánaðarmótin eins og venjulega þegar launaseðillinn berst. En eitthvað er skrýtið í ár. Kennarastéttin er hætt að hlusta, hún er búin að læra á sprellið. Við erum dregin fram eins og gamall ættingi sem á stórafmæli, myndir eru teknar, ræður eru haldnar og svo þegar partíið er búið er okkur stungið aftur inn í skólana og látin dúsa þar á skítakaupi þar til hægt verður að nota okkur til atkvæðaveiða að 4 árum liðnum. En kæri sveitastjórnarmaður, ekki í ár. Við erum búin að vera samningslaus í 2 ár og enginn vilji virðist vera til að leiðrétta launin eða laga hjá okkur vinnuaðstæður. Flæði nýútskrifaðra kennara hefur stöðvast og stéttin eldist og eldist vegna þess að nýliðunin er engin. Og hver getur svo sem fett fingur út í það. 5 ára háskólanám gefur þér rétt rúmlega 300.000 krónur í heildarlaun. Það þarf hugsjónamanneskju til að velja kennslu sem ævistarf í dag, og góða fyrirvinnu á heimilið. Hvernig væri þá að breyta um takt. Bónusar og launaskrið þekkist ekki hjá okkur og ekki koma stjórnmálamenn fram og setja reglugerðir til þess að við getum fengið árslaun í bónusa fyrir vel unnin störf. Nei, það er fundið að því að skólakerfið hefur ekki nægilega framlegð. Kennarar vinna ekki nægilega mikið. Eins og við séum verksmiðja sem dælir út fullmótuðum einstaklingum eftir þörfum. Í skólunum er unnið með fólk ekki vörur, og hvað er mikilvægara en það? Það væri gaman að lifa í samfélagi þar sem fjármálageiranum væri hampað fjórða hvert ár í ræðu og riti og talað um hornsteina samfélagsins og kennurum og öðrum sem vinna með fólk væri borgað eins og þeir ynnu í fjármálakerfinu. Ekki eru nú miklar líkur á því þar sem við erum ekki að borga í kosningasjóði stjórnmálamanna. Í byrjum apríl voru tveir stórir fundir. Ársþing KÍ og aðalfundur SA. Nú megið þið giska, á hvorum aðalfundinum var ekki þverfótað fyrir stjórnmálamönnum við trogið og á hvorum ráðherra menntamála þurfti, liggur við, að klára ræðuna sína á leiðinni út því honum lá svo á að komast í burtu áður en þessir leiðinlegu kennarar færu að ræða um kjörin sín. Engin verðlaun í boði, ég hef bara ekki efni á þeim. Þetta er lýsandi dæmi fyrir viðhorf ráðamanna gagnvart þessum málaflokki. Þess vegna segi ég kæri sveitarstjórnarmaður. Ekki eyða peningum þínum í auglýsingar til að vegsama skólakerfið, ekki vera að nota okkur til að veiða atkvæði. Við kærum okkur ekki um það. Ef þú vilt gera það sem rétt er, borgaðu okkur þá mannsæmandi laun og mundu þegar þú kemur í heimsókn til okkar að við erum búin að sjá leikritið þitt og okkur fannst það ekki gott. Þú þarft að gera betur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun