Innlent

Rafmagnsvespu ekið á 6 ára dreng

Ingvar Haraldsson skrifar
Vísir/GVA
Í gærmorgun var rafmagnsvespu ekið á 6 ára dreng á gangbraut á Hagamel í Reykjavík. Drengurinn var á leið í skóla þegar slysið varð, en hann slasaðist nokkuð.

Ökumaður vespunnar var þrettán ára stúlka. Með henni á vespunni var jafnaldra hennar. Stúlkurnar voru lemstraðar eftir slysið. Hvorug þeirra var með hlífðarhjálm.

Fulltrúar lögreglunnar vilja ítreka við foreldra og forráðamenn að ræða þær hættur sem felast í umferðinni auk þess að fara yfir umferðalögin með þeim. „Bannað er  með öllu að aka  rafmagnsvespum á akbrautum. Því miður virðast sumir ekki gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að stjórna slíku farartæki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×