Lífið

Hannar fyrir Hilfiger

Zooey Dechanel þykir til fyrirmyndar í klæðaburði.
Zooey Dechanel þykir til fyrirmyndar í klæðaburði.
Leikkonan Zooey Deschanel hefur hannað fatalínu fyrir ameríska fatamerkið Tommy Hilfiger

Línan var frumsýnd í partýi á dögunum í Hollywood. 

Leikkonan hefur alltaf verið aðdáandi Hilfiger. „Við hittumst á páskunum fyrir tveimur árum síðan," sagði Dechanel en það var ekki leikur eða húmór leikkonunnar sem heillaði Hilfiger heldur fyrst og fremst fatastíl hennar. 




„Við hrifumst af fötunum sem hún klæðist og það sést að hún spáir mikið í því. Hún er með frábæran stíl án þess að taka sjálfan sig of alvarlega.“

Í línunni er mikið um kjóla og pils en leikkonan segir það í meirihluta í fataskáp sínum og að hún klæðist helst ekki buxum.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.