Lífið

Þetta eru svölustu vörumerki landsins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
66°North er svalasta vörumerki landsins að mati Y-kynslóðarinnar, einstaklinga á aldrinum sextán til þrjátíu ára, samkvæmt könnun MMR.

Könnunin var gerð samhliða komu Joeri Van den Bergh og Mattias Behrer sem héldu fyrirlestur á ráðstefnunni How Cool Brands Stay HOT - Branding to Generation Y & the Future of Social Media í síðustu viku.

Í fyrirlestrinum fjölluðu þeir um hvað drífur Y-kynslóðina áfram og hvernig markaðsfólk þarf að laga sig að þeim veruleika.

Samkvæmt könnun MMR er Nike annað svalasta vörumerkið og Apple það þriðja svalasta.

Niðurstöðum var einnig skipt eftir einstökum vöruflokkum og þar kemur í ljós að NOVA er svalasta vörumerkið í fjarskiptageiranum og Snapchat svalasta netþjónustan. Niðurstöðurnar í heild sinni má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.