Noah er „viðbjóður“ að mati guðfræðings Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2014 10:17 Sverrir og Davíð Þór tjá sig um Noah en sá síðarnefndi sparar sig hvergi í að úthúða myndinni: „Þetta er hræðileg mynd, ekki sjá hana, ekki eyða hálfri mínútu af æfi ykkar í að sitja undir þessum viðbjóði." Útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis bauð Davíð Þór Jónssyni guðfræðingi og Sverri Agnarssyni, formanni félags múslima á Íslandi, á hina umdeildu kvikmynd Noah eftir Darren Aronofsky, sem tekin er að verulegu leyti til á Íslandi og fjallar um sögu Nóa úr Biblíunni. Þeir voru þá fengnir til að segja sína skoðun á myndinni og óhætt er að segja að þeir hafi hvergi dregið af sér í kvikmyndarýni sinni. Davíð Þór var verulega afgerandi og tætti myndina í sig. Davíð segir greinilegt að handritshöfundar hafa lagst í töluverðar pælingar á biblíunni og því tímabili sem hún tekur fyrir, guðspekilegar hugrenningar og rekur það í nokkuð ítarlegu máli. Sverrir segir þetta ekkert eiga skylt við frásögnina í Kóraninum, en þar var Nói fyrir flóðinu en ekki allt mannkyn. Hlutverk spámanna gæti farið fyrir brjóstið á trúuðum múslímum. En hann hafi ekki mjög gaman að stórslysamyndum og sé ekki kvikmyndafræðingur. En, þá setur Davíð Þór á mikla ræðu, segir að úr þessu verði hræðilega löng og leiðinleg mynd sem er klisja ofan á klisju ofan á klisju. „Ég í sjálfu sér stend í þakkarskuld við ykkur fyrir að hafa boðið mér á þessa mynd því þá þurfti ég ekki að eyða mínum eigin peningum í að sjá þennan viðbjóð sem ég hefði hugsanlega geta freistast til að gera. En, um leið var ég farinn að bölva ykkur í hljóði í hléi því mér fannst ég einhvern veginn skulda ykkur að afplána alla myndina sem ég hefði ekki gert ef ég hefði borgað mig sjálfur inn á þennan óþverra. Þetta er hræðileg mynd, ekki sjá hana, ekki eyða hálfri mínútu af æfi ykkar í að sitja undir þessum viðbjóði. Þetta er bara leiðinlegt, aðallega. Þetta er illa gert, þetta er vanhugsað, þetta er banalt, þetta er lapþunnt og heimskulegt. Að vissu leyti má segja að þetta útskýri hvernig komið er fyrir mannkyninu í dag vegna þess að synir Nóa eru slíkir aumingjar og mannleysur að ef þetta eru forfeður mannkyns; Guð hjálpi okkur.“ Kvikmyndagerðarmenn og áhugamenn um kvikmyndir og Biblíuna ættu ekki að láta reiðilestur Davíðs Þórs og athugasemdir Sverris fram hjá sér fara. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis bauð Davíð Þór Jónssyni guðfræðingi og Sverri Agnarssyni, formanni félags múslima á Íslandi, á hina umdeildu kvikmynd Noah eftir Darren Aronofsky, sem tekin er að verulegu leyti til á Íslandi og fjallar um sögu Nóa úr Biblíunni. Þeir voru þá fengnir til að segja sína skoðun á myndinni og óhætt er að segja að þeir hafi hvergi dregið af sér í kvikmyndarýni sinni. Davíð Þór var verulega afgerandi og tætti myndina í sig. Davíð segir greinilegt að handritshöfundar hafa lagst í töluverðar pælingar á biblíunni og því tímabili sem hún tekur fyrir, guðspekilegar hugrenningar og rekur það í nokkuð ítarlegu máli. Sverrir segir þetta ekkert eiga skylt við frásögnina í Kóraninum, en þar var Nói fyrir flóðinu en ekki allt mannkyn. Hlutverk spámanna gæti farið fyrir brjóstið á trúuðum múslímum. En hann hafi ekki mjög gaman að stórslysamyndum og sé ekki kvikmyndafræðingur. En, þá setur Davíð Þór á mikla ræðu, segir að úr þessu verði hræðilega löng og leiðinleg mynd sem er klisja ofan á klisju ofan á klisju. „Ég í sjálfu sér stend í þakkarskuld við ykkur fyrir að hafa boðið mér á þessa mynd því þá þurfti ég ekki að eyða mínum eigin peningum í að sjá þennan viðbjóð sem ég hefði hugsanlega geta freistast til að gera. En, um leið var ég farinn að bölva ykkur í hljóði í hléi því mér fannst ég einhvern veginn skulda ykkur að afplána alla myndina sem ég hefði ekki gert ef ég hefði borgað mig sjálfur inn á þennan óþverra. Þetta er hræðileg mynd, ekki sjá hana, ekki eyða hálfri mínútu af æfi ykkar í að sitja undir þessum viðbjóði. Þetta er bara leiðinlegt, aðallega. Þetta er illa gert, þetta er vanhugsað, þetta er banalt, þetta er lapþunnt og heimskulegt. Að vissu leyti má segja að þetta útskýri hvernig komið er fyrir mannkyninu í dag vegna þess að synir Nóa eru slíkir aumingjar og mannleysur að ef þetta eru forfeður mannkyns; Guð hjálpi okkur.“ Kvikmyndagerðarmenn og áhugamenn um kvikmyndir og Biblíuna ættu ekki að láta reiðilestur Davíðs Þórs og athugasemdir Sverris fram hjá sér fara.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira