Að banna fólk á reykingastöðum Jón Örvar G. Jónsson skrifar 1. apríl 2014 12:48 Vegna fréttar sem birtist þann 31. mars 2014 undir heitinu „Tökum ekki séns eins og með reykingarnar“. Kæra Rannveig Ásgeirsdóttir og fulltrúar í bæjarráði í Kópavogs. Ég met áhyggjur ykkar af starfsemi Waldorfskólanna í Lækjarbotnum; börnum og starfsmönnum skólans og tel eins og þið að þau eigi að njóta vafans þegar kemur að heilsumálum. Ég er með tvö börn í skóla á Lækjarbotnum og hef sannarlega áhyggjur af brennisteinsvetni H2S sem mælst hefur þar yfir heilsuverndarmörkum eins og fram hefur komið í nýlegum skýrslum Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Ég vil, eins og aðrir foreldrar, ekki tefla heilsu barna minna í tvísýnu. Þegar ég ákvað að setja börnin mín í leik- og grunnskóla á Lækjarbotnum, var ég meðal annars feginn því hversu langt skólinn var frá svifryki og annarri mengun sem fyrirfinnst í umferðarþunganum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var áður en mælingar á brennisteinsvetni hófust á Lækjarbotnum. Því miður tel ég að margt sem kom fram í fréttinni sé ekki til þess að gert að hjálpa málstað skólans né heilsu barnanna. Með því að gefa í skyn að skólinn fái hugsanlega ekki áframhaldandi starfsleyfi er grafið undan starfsemi rótgróins skóla sem hefur átt farsælt starf á þessum stað í mörg ár og miklum tíma og verðmætum hefur verið eytt í uppbyggingu hans. Að líkja því að verða fyrir mengun af brennisteinsvetni við reykingar er óheppilegt og óábyrgt. Hver vill vera með börnin sín í umhverfi þar sem reykt er allan liðlangan daginn eins og þessi samlíking gengur út á? Slík framsetning ýtir einungis undir hræðslu hjá þeim foreldrum sem eru með börn í skólanum, fælir hugsanlega foreldra frá og leysir ekki þau loftgæðavandamál sem eru til staðar. Starfsemi Waldorfskólans hafði verið á þessu svæði í 17 ár áður en Hellisheiðarvirkjun hóf starfsemi sína og því ætti með réttu að leggja áherslu á að Orkuveita Reykjavíkur, sem er fyrirtæki að mestu leyti í eigu Reykjavíkurborgar, hreinsi útblástur sinn, frekar en að rótgróin starfsemi eins og Waldorfsskólinn flytji í burtu. Ef við ætlum að beita þessum rökum til þess að verja heilsu barna og starfólks í leik- og grunnskólum, þ.e. að flytja starfssemi sem er nálægt mengun frekar en að setja kröfur á mengunaraðila um að draga úr mengun, þá er hætt við því að við verðum að endurskoða starfssemi í mörgum leiksskólum og skólum á höfuðborgarsvæðinu sem liggja nærri umferðarþungum götum þar sem til að mynda svifryk (PM10) og nituroxíð (NOx) getur haft áhrif á heilsu barna, tala nú ekki um hávaða og inniloft. Nú hefur brennisteinsvetni einnig bæst við þá mengunarflóru og ekki er almennilega vitað um samverkandi áhrif af brennisteinsvetni með öðrum mengunarþáttum. Þess má geta að svifryks- og nituroxíðmengun er vart mælanleg í Lækjarbotnum. Gefum okkur það að starfsemi skólans flytji vegna brennisteinsvetnismengunar eins og gefið er í skyn að geti gerst. Gott og vel, starfssemin er færð. Ímyndum okkur þá að í ljós komi að brennisteinsvetni í mjög lágum styrk í langan tíma, lægri en núverandi heilsumörkin kveða á um, hafi skaðleg áhrif á heilsu. Það er ekki svo fráleitt að ímynda sér það þar sem víða um lönd eru þessi heilsuverndarmörk lægri og einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því. Á þá að færa næstu starfssemi þar sem þessi styrkur finnst; næsta skóla, næstu byggð? Hversu langt má fyrirtækið ganga í að menga? Af hverju á það að njóta vafans? Staðreyndin er sú að við vitum ekki nákvæmlega hvar þessi mörk liggja og þau geta verið mismunandi eftir hópum og aldri. Hvað þá með astmasjúklinga í Kópavogi? Í nýlegri íslenskri rannsókn eftir Hanne Krage Carlsen o.fl. frá 2012 þar sem áhrif H2S á heilsu eru skoðuð kemur fram að fylgni er á milli aukins styrks H2S í andrúmslofti og notkunar astmalyfja. Á að flytja astmasjúklinga í Kópavogi í burtu? Hvað með alla tæknistarfssemi í Kópavogi sem er með viðkvæman búnað; hljóðver, tölvufyrirtæki, gagnaver o.s.frv.? Eins hefur komið fram í fyrirlestri sem María Maack visthagfræðingur hélt á ráðstefnu Félags Umhverfisfræðinga síðastliðið vor um „Áhrif brennisteinsvetnis á mannvirki og tæki” hefur brennisteinsvetni margvísleg skaðleg áhrif á ýmis konar tæknibúnað og byggingarefni á höfuðborgarsvæðinu sem styttir líftíma þess með tilheyrandi kostnaði. Um þennan skaða vegna brennisteinsvetnis hefur verið fjallað í fréttum Ríkisútvarpsins til að mynda þann 3. og 18. janúar 2013. Á að flytja þetta allt saman í burtu eða leggja niður? Ef þetta eru þær aðgerðir sem stjórnvöld ætla að grípa til og fréttin gefur til kynna, þ.e. að ætla að hlífa þessu fyrirtæki við að taka til í sínum málum þá gæti þetta þróast út í leikhús fáránleikans. Ergo: Allir þeir sem gætu hugsanlega orðið fyrir tjóni af starfsemi Hellisheiðarvirkjunar, hvort sem það er á heilsu eða eignum eiga að færa sig. Staðreyndin er sú að þessi mengun á eftir að eiga sér stað þótt skólinn flytji og Kópavogsbúar, jafnt sem aðrir höfuðborgarbúar, munu halda áfram að hljóta af henni skaða. Ég fer fram á það að þú og kollegar þínir í bæjarráði standið með okkur foreldrum í Kópavogi og annars staðar sem erum með börn í skólum í Lækjarbotnum; þið eruð fulltrúar okkar ekki Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta vandamál er pólitísks eðlis en ekki tæknilegs. Þið eigið að þrýsta á aðaleiganda Orkuveitunnar, Reykjavíkurborg um að leysa þessi mengunarvandamál án tafar. Það eru til lausnir og það er ekki forsvaranlegt að þurfa að bíða í sex ár í viðbót eftir að það verði brugðist við á fullnægjandi hátt, eins og Orkuveitan hefur nýlega farið fram á með undanþágubeiðni sinni frá hertum ákvæðum í reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti sem á að taka gildi nú 1. júlí næstkomandi. Ef reglugerðin fær að standa óbreytt þá mun brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun fara mun oftar yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýlegum lögum um umhverfisábyrgð, nr. 55 /2012 má einnig velta því fyrir sér hvort Orkuveitan sé hugsanlega skaðabótaskyld. Mengandi starfssemi þarf að fara eftir þeim lögum og reglugerðum sem um hana eru settar og það er Orkuveitan ekki að gera og leitast hún ítrekað eftir að komast undan því með undanþágubeiðnum. Mergur málsins er sá að Hellisheiðarvirkjun er að menga umhverfið í Lækjarbotnum og á höfuðborgarsvæðinu með starfsemi sinni og sú mengun hverfur ekki þótt skólinn flytji. Skólinn er einfaldlega „kanarífuglinn í kolanámunni“. Það er Orkuveita Reykjavíkur sem á að breyta starfssemi sinni en ekki sá sem fyrir menguninni verður. Að lokum um reykingar. Ég tel að það að biðja starfsemina í Lækjarbotnum um að færa sig sé eins og að banna fólk á reykingarstöðum í stað þess að banna reykingar þar sem fólk er.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Tökum ekki séns eins og með reykingarnar Formaður bæjarráðs Kópavogs segir heilbrigðiseftirlitið verða að ákveða hvort Waldorfskólinn fái aftur starfsleyfi í Lækjarbotnum þar sem brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun mælist yfir mörkum. Forstjóri OR mætti á fund bæjarráðs. 31. mars 2014 07:00 Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Vegna fréttar sem birtist þann 31. mars 2014 undir heitinu „Tökum ekki séns eins og með reykingarnar“. Kæra Rannveig Ásgeirsdóttir og fulltrúar í bæjarráði í Kópavogs. Ég met áhyggjur ykkar af starfsemi Waldorfskólanna í Lækjarbotnum; börnum og starfsmönnum skólans og tel eins og þið að þau eigi að njóta vafans þegar kemur að heilsumálum. Ég er með tvö börn í skóla á Lækjarbotnum og hef sannarlega áhyggjur af brennisteinsvetni H2S sem mælst hefur þar yfir heilsuverndarmörkum eins og fram hefur komið í nýlegum skýrslum Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Ég vil, eins og aðrir foreldrar, ekki tefla heilsu barna minna í tvísýnu. Þegar ég ákvað að setja börnin mín í leik- og grunnskóla á Lækjarbotnum, var ég meðal annars feginn því hversu langt skólinn var frá svifryki og annarri mengun sem fyrirfinnst í umferðarþunganum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var áður en mælingar á brennisteinsvetni hófust á Lækjarbotnum. Því miður tel ég að margt sem kom fram í fréttinni sé ekki til þess að gert að hjálpa málstað skólans né heilsu barnanna. Með því að gefa í skyn að skólinn fái hugsanlega ekki áframhaldandi starfsleyfi er grafið undan starfsemi rótgróins skóla sem hefur átt farsælt starf á þessum stað í mörg ár og miklum tíma og verðmætum hefur verið eytt í uppbyggingu hans. Að líkja því að verða fyrir mengun af brennisteinsvetni við reykingar er óheppilegt og óábyrgt. Hver vill vera með börnin sín í umhverfi þar sem reykt er allan liðlangan daginn eins og þessi samlíking gengur út á? Slík framsetning ýtir einungis undir hræðslu hjá þeim foreldrum sem eru með börn í skólanum, fælir hugsanlega foreldra frá og leysir ekki þau loftgæðavandamál sem eru til staðar. Starfsemi Waldorfskólans hafði verið á þessu svæði í 17 ár áður en Hellisheiðarvirkjun hóf starfsemi sína og því ætti með réttu að leggja áherslu á að Orkuveita Reykjavíkur, sem er fyrirtæki að mestu leyti í eigu Reykjavíkurborgar, hreinsi útblástur sinn, frekar en að rótgróin starfsemi eins og Waldorfsskólinn flytji í burtu. Ef við ætlum að beita þessum rökum til þess að verja heilsu barna og starfólks í leik- og grunnskólum, þ.e. að flytja starfssemi sem er nálægt mengun frekar en að setja kröfur á mengunaraðila um að draga úr mengun, þá er hætt við því að við verðum að endurskoða starfssemi í mörgum leiksskólum og skólum á höfuðborgarsvæðinu sem liggja nærri umferðarþungum götum þar sem til að mynda svifryk (PM10) og nituroxíð (NOx) getur haft áhrif á heilsu barna, tala nú ekki um hávaða og inniloft. Nú hefur brennisteinsvetni einnig bæst við þá mengunarflóru og ekki er almennilega vitað um samverkandi áhrif af brennisteinsvetni með öðrum mengunarþáttum. Þess má geta að svifryks- og nituroxíðmengun er vart mælanleg í Lækjarbotnum. Gefum okkur það að starfsemi skólans flytji vegna brennisteinsvetnismengunar eins og gefið er í skyn að geti gerst. Gott og vel, starfssemin er færð. Ímyndum okkur þá að í ljós komi að brennisteinsvetni í mjög lágum styrk í langan tíma, lægri en núverandi heilsumörkin kveða á um, hafi skaðleg áhrif á heilsu. Það er ekki svo fráleitt að ímynda sér það þar sem víða um lönd eru þessi heilsuverndarmörk lægri og einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því. Á þá að færa næstu starfssemi þar sem þessi styrkur finnst; næsta skóla, næstu byggð? Hversu langt má fyrirtækið ganga í að menga? Af hverju á það að njóta vafans? Staðreyndin er sú að við vitum ekki nákvæmlega hvar þessi mörk liggja og þau geta verið mismunandi eftir hópum og aldri. Hvað þá með astmasjúklinga í Kópavogi? Í nýlegri íslenskri rannsókn eftir Hanne Krage Carlsen o.fl. frá 2012 þar sem áhrif H2S á heilsu eru skoðuð kemur fram að fylgni er á milli aukins styrks H2S í andrúmslofti og notkunar astmalyfja. Á að flytja astmasjúklinga í Kópavogi í burtu? Hvað með alla tæknistarfssemi í Kópavogi sem er með viðkvæman búnað; hljóðver, tölvufyrirtæki, gagnaver o.s.frv.? Eins hefur komið fram í fyrirlestri sem María Maack visthagfræðingur hélt á ráðstefnu Félags Umhverfisfræðinga síðastliðið vor um „Áhrif brennisteinsvetnis á mannvirki og tæki” hefur brennisteinsvetni margvísleg skaðleg áhrif á ýmis konar tæknibúnað og byggingarefni á höfuðborgarsvæðinu sem styttir líftíma þess með tilheyrandi kostnaði. Um þennan skaða vegna brennisteinsvetnis hefur verið fjallað í fréttum Ríkisútvarpsins til að mynda þann 3. og 18. janúar 2013. Á að flytja þetta allt saman í burtu eða leggja niður? Ef þetta eru þær aðgerðir sem stjórnvöld ætla að grípa til og fréttin gefur til kynna, þ.e. að ætla að hlífa þessu fyrirtæki við að taka til í sínum málum þá gæti þetta þróast út í leikhús fáránleikans. Ergo: Allir þeir sem gætu hugsanlega orðið fyrir tjóni af starfsemi Hellisheiðarvirkjunar, hvort sem það er á heilsu eða eignum eiga að færa sig. Staðreyndin er sú að þessi mengun á eftir að eiga sér stað þótt skólinn flytji og Kópavogsbúar, jafnt sem aðrir höfuðborgarbúar, munu halda áfram að hljóta af henni skaða. Ég fer fram á það að þú og kollegar þínir í bæjarráði standið með okkur foreldrum í Kópavogi og annars staðar sem erum með börn í skólum í Lækjarbotnum; þið eruð fulltrúar okkar ekki Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta vandamál er pólitísks eðlis en ekki tæknilegs. Þið eigið að þrýsta á aðaleiganda Orkuveitunnar, Reykjavíkurborg um að leysa þessi mengunarvandamál án tafar. Það eru til lausnir og það er ekki forsvaranlegt að þurfa að bíða í sex ár í viðbót eftir að það verði brugðist við á fullnægjandi hátt, eins og Orkuveitan hefur nýlega farið fram á með undanþágubeiðni sinni frá hertum ákvæðum í reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti sem á að taka gildi nú 1. júlí næstkomandi. Ef reglugerðin fær að standa óbreytt þá mun brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun fara mun oftar yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt nýlegum lögum um umhverfisábyrgð, nr. 55 /2012 má einnig velta því fyrir sér hvort Orkuveitan sé hugsanlega skaðabótaskyld. Mengandi starfssemi þarf að fara eftir þeim lögum og reglugerðum sem um hana eru settar og það er Orkuveitan ekki að gera og leitast hún ítrekað eftir að komast undan því með undanþágubeiðnum. Mergur málsins er sá að Hellisheiðarvirkjun er að menga umhverfið í Lækjarbotnum og á höfuðborgarsvæðinu með starfsemi sinni og sú mengun hverfur ekki þótt skólinn flytji. Skólinn er einfaldlega „kanarífuglinn í kolanámunni“. Það er Orkuveita Reykjavíkur sem á að breyta starfssemi sinni en ekki sá sem fyrir menguninni verður. Að lokum um reykingar. Ég tel að það að biðja starfsemina í Lækjarbotnum um að færa sig sé eins og að banna fólk á reykingarstöðum í stað þess að banna reykingar þar sem fólk er.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Tökum ekki séns eins og með reykingarnar Formaður bæjarráðs Kópavogs segir heilbrigðiseftirlitið verða að ákveða hvort Waldorfskólinn fái aftur starfsleyfi í Lækjarbotnum þar sem brennisteinsvetni frá Hellisheiðarvirkjun mælist yfir mörkum. Forstjóri OR mætti á fund bæjarráðs. 31. mars 2014 07:00
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar