Lífið

Pharrell Williams dæmir fólk

Pharrell Williams dæmir í The Voice
Pharrell Williams dæmir í The Voice Vísir/Getty
Bandaríski upptökustjórinn og tónlistarmaðurinn Pharrell Williams tekur við dómarasæti Cee Lo Green í hinum hressu þáttum The Voice. Sjöunda sería fer í loftið innan skamms.

Fyrir eru dómarar þáttarins þau Blake Shelton, Adam Levine og Christina Aguilera.

Hinn fertugi Pharrell hefur verið einn ástsælasti upptökustjóri og tónlistarmaður heimsins undanfarin ár og var síðasta ár heldur betur hans ár. Hann söng til að mynda lagið Get Lucky með Daft Punk sem var eitt vinsælasta lag ársins og þá syngur hann einnig lagið Happy sem hefur verið geysivinsælt að undanförnu.

Um 13,8 milljónir manna horfa á hvern þátt af The Voice og er þátturinn því töluvert vinsælli en American Idol því einungist þrjár milljónir manna horfa á hvern þátt af American Idol.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.