Lífið

Lorde kvartar undan Photoshop

Baldvin Þormóðsson skrifar
Lorde vill ekki vera fótósjoppuð.
Lorde vill ekki vera fótósjoppuð.
Nýsjálenska söngkonan Lorde birti fyrr í dag tvær mismunandi myndir af sér á samfélagsmiðilinn Twitter. Myndirnar voru báðar teknar á sömu tónleikum söngkonunnar en ein þeirra hafði verið fótósjoppuð. 

Húð hennar hefur augljóslega verið sléttuð í myndvinnsluforriti á annarri þeirra en á hinni hafði ekkert verið gert til þess að breyta útliti hennar.

Sjálf segir hún við myndirnar á Twitter: „Mér þykir þetta forvitnilegt - tvær myndir frá deginum, önnur þeirra unnin þannig að húðin mín er fullkomin og hin ekta. Munið að gallar eru í lagi :-)“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.