Lífið

Ef allir forsetar væru eins og Ólafur Ragnar - sjáðu "selfie myndina“

Ellý Ármanns skrifar
myndir/dagurinn.is
„TÓK “SELFIE” MEÐ FORSETANUM“ er yfirskrift fréttar um Ólaf Ásgeir Jónsson útvarpsmann á vefsvæðinu Dagurinn.is sem er skemmtileg síða á vegum útvarpsstöðvanna KissFM, FlashBack og FM Xtra.  

Ólafur Ásgeir myndaði sig ásamt forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni á símann sinn. Útkoman er frábær eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

„Ólafur Ragnar er greinilega Iphone-maður”, er haft eftir útvarpsmanninum um myndatökuna sem fram fór í veislu á Bessastöðum vegna loka Grænlenskra daga hér á landi.

„Það var fullt af fólki sem vildi fá mynd af sér með honum og mér hefur alltaf fundist leiðinlegt að vera eins og allir aðrir svo ég fékk hann bara til að taka myndina. Ólafi fannst þetta bara fyndið, hann reif af mér símann og afgreiddi málið með stakri prýði. Hann er greinilega Iphone maður.“  



Sjá meira á vefnum Dagurinn.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.