Lífið

Björn Thors og Hilmir Snær til Borgarleikhússins

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Hilmir Snær, Björn Thors og Þórunn Arna eru meðal þeirra sem skrifuðu undir samning við Borgarleikhúsið.
Hilmir Snær, Björn Thors og Þórunn Arna eru meðal þeirra sem skrifuðu undir samning við Borgarleikhúsið.


„Það eru breytingar á leikaramálum og sex ný nöfn búin að skrifa undir samning við okkur,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sem er þessa dagana í óða önn að skipuleggja næsta leikár.

Meðal þeirra sem hafa skrifað undir fastráðningarsamning við Borgarleikhúsið eru leikararnir Björn Thors og Hilmir SnærGuðnason. Báðir eru þeir þekktir fyrir framgöngu sína á sviði sem og á hvíta tjaldinu gegnum tíðina.

Björn var til að mynda í aðalhlutverki í uppfærslu Þjóðleikhússins á Macbeth í fyrravetur og Hilmir Snær er margverðlaun_aður fyrir störf sín sem leikari og leikstjóri. Hann mun bæði leika og leikstýra í Borgarleikhúsinu.

Aðrir leikarar sem bætast í leikarahóp Borgarleikhússins á nýju leikári eru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir.

Næsta leikár verður fjölbreytt og skemmtilegt að sögn Kristínar sem hefur búið til listrænt teymi í leikhúsinu sem þau Ilmur Stefánsdóttir,Tyrfingur Tyrfingsson og Gísli Örn Garðarsson skipa ásamt starfandi dramatúrgum hússins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.