Lífið

Dísa í World Class verðlaunuð í Washington

Ellý Ármanns skrifar
Hafdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Laugar Spa World Class tók á móti viðurkenningu ásamt fleiri konum og körlum alls staðar að úr heiminum Í Washington í Bandaríkjunum á dögunum. Um var að ræða viðurkenningu sem ber yfirkskriftina World of Difference Awards sem samtökin The International Alliance of Women, veita 100 manns árlega. Í ár var fólk frá 19 löndum verðlaunað.

Birgitta Líf dóttir Dísu var með í för.
Þá fór Hafdís í sjónvarpsviðtal sem við spurðum hana stuttlega út í:  „Um var að ræða viðtal á á einni af „local“ sjónvarpsstöðinni í Washington. Þetta er þáttur sem fjallar um Health, Mind and Body eða heilsu, huga og líkama. Ég var beðin um að koma í þetta viðtal fyrir tilstilli Mary Arreaga, sem er fyrrverandi sendiherrafrú Bandaríkjanna á Íslandi,“ svarar Hafdís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.