Skoðun

Afglæpavæðing fjárhættuspila

Jónína Stefánsdóttir skrifar
Stór og breiður hópur fólks sem hefur ánægju af fjárhættuspilum hér á landi. Það eru þó nokkrir ólöglegir spilaklúbbar starfandi á Íslandi og flestir þeirra eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu.

Þessir ólöglegu klúbbar sinna mikilli eftirspurn eftir fjárhættuspilum. Það virðist engu skipta hversu oft lögreglan hefur afskipti af þessum stöðum, þeir standa ávallt opnir.

Þetta eru staðreyndir sem við getum ekki litið fram hjá. Að reyna að draga úr eftirspurn með forræðishyggju er ekki endilega málið, í sumum tilfellum hefur það jafnvel þver öfug áhrif.

Fólk alltaf til með að stunda fjárhættuspil. Hvort sem það er í gegnum netið, ólöglega spilaklúbba eða einfaldlega með því að tippa á Lengjunni. Þar sem spilaklúbbar eru ólöglegir hefur orðið til stór svartur markaður þar sem engin lög gilda.

Starfsmenn sem greiða enga skatta. Spilarar sem greiða enga skatta og síðast en ekki síst klúbbar sem greiða enga skatta.

Willum Þór Þórsson tók umræðuna á annað stig þegar hann lagði fram frumvarp sitt sem miðar að því að lögleiða spilahöll á Íslandi.

Í 1. gr laganna kemur fram að starfsemin skuli fara fram undir opinberu eftirliti og henni verði sett almenn lagaumgjörð. Sú lagaumgjörð er að miklu leyti byggð á dönskum lögum um fjárhættuspil sem danir hafa góða reynslu af.

Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laganna, kemur fram að viðskiptavinur getur óskað eftir því að honum verði ekki heimilaður aðgangur í spilahöllina og á grundvelli þeirrar skráningar sé leyfishafa heimilt að meina viðkomandi aðgang.

Einnig kemur fram að samkvæmt 45. gr. skuli ráðherra stofna sjóð sem gegnir því hlutverki að stuðla að rannsóknum og eflingu meðferðarúrræða sem sporna eigi við spilafíkn. Auk þess skulu 3% af öllum spilaskatti sem innheimtur er renna til sjóðsins.

Áður en fólk myndar sér endanlega skoðun á þessu máli langar mig til að hvetja til lesningar þessa frumvarps. Einsog staðan er í dag eru spilaklúbbar glæpastarfsemi sem að mínu mati þarf að afglæpavæða.

Náum fjárhættuspilunum úr yðrum undirheimanna og komum þeim fyrir undir opinberu eftirliti innan um almenna lagaumgjörð.

Ég er ekki einu sinni byrjuð að tala um ferðamenn, gjaldeyristekjur og ráðstefnur…

Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.




Skoðun

Skoðun

Stöðvum hel­víti á jörðu

Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Sjá meira


×