Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sett á svið Berglind Sigmarsdóttir skrifar 3. apríl 2014 10:26 Það líður varla sá dagur að við fáum ekki fréttir af stöðu mála í Úkraínu. Helstu þjóðarleiðtogar heims reyna hvað þeir geta að finna lausnir. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur að sjálfsögðu rætt málið, en án samkomulags, eins og gerist og gengur. Öryggisráðið starfar eftir kerfi sem þjónaði samstarfi þjóða fyrir tugum ára en það hefur reynst erfitt að aðlaga starfsemi þess að nýjum tímum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-moon, heldur þó áfram á fundum sínum í Evrópu að benda á samkomulag hinna sameinuðu þjóða um að finna diplómatískar leiðir. Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir meðal annars „....að til þess að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið, þá ætlum við að sýna umburðalyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir...“.Öflugt starf Íslands á sviði Sameinuðu þjóðanna Þó svo að Öryggisráðið reynist vanmáttugt að mörgu leyti hefur það óneitanlega mikið vald sem hefur áhrif á gang alþjóðamála. Margir muna kannski vel eftir kosningabaráttu sem við Íslendingar háðum á sviði SÞ árið 2009 til að komast í ráðið. Það tókst ekki en starf Fastanefndar Íslands hjá SÞ í New York er samt afar öflugt. Saga okkar og samstarf með Sameinuðu þjóðunum er þess eðlis að ungmenni á Íslandi hafa rétt á metnaðarfullri kennslu um samtökin, stofnanir þeirra og starfsemi. Hver sá sem les stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í dag væri sammála. Uppbygging á þekkingu ungs fólks um Sameinuðu þjóðirnar er lykilatriði.Starfsemi Öryggisráðsins kennd með IceMUN Eina helgi á ári fer fram ein besta kennslustund sem um getur á landinu um Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og starfsemi þess. Þetta er ráðstefna sem kallast IceMUN og stendur fyrir Iceland Model United Nations. Ráðstefnan er samlíking á Öryggisráðinu þar sem bæði innlendir sem erlendir nemendur á mennta- og háskólastigi setja sig í spor sendifulltrúa við úrlausn flókinna alþjóðlegra deilumála. Fyrir ráðstefnuna fá þátttakendur úthlutað einu af 15 ríkjum Öryggisráðsins sem þeir síðan kynna sér til þess að geta fylgt stefnumálum þess eftir þegar á ráðstefnuna er komið. Í ár verða mögulegar lausnir á Úkraínudeilunni ræddar og munu þátttakendur keppast við að koma sér saman um ályktun fyrir lok helgarinnar. Samkomulag verður að nást með minnst níu atkvæðum og án þess að nokkurt ríki noti neitunarvald sitt gegn ályktuninni.Verkleg kennsla í alþjóðlegum samskiptum IceMUN ráðstefnan er gott tækifæri fyrir ungt fólk til að læra meira um starfsemi, vinnuaðferðir og starfsreglur Sameinuðu þjóðanna, æfa ræðuflutning á ensku og setja sig í spor sendifulltrúa annars ríkis. Það merkilega er að nemendurnir finna iðulega lausn á deilumálum ráðstefnunnar. Þau eru ótrúlega vel að sér í málefnunum sem tekin eru fyrir og eftir helgina þekkja þau samskiptaleiðir ráðsins, eins stífar og þær nú eru. Ráðstefnan verður haldin næstu helgi 4.-6. apríl í húsnæði Háskólans í Reykjavík og áhugavert verður að lesa lokaályktun fundarins um Úkraínu. Slíkar MUN ráðstefnur eru haldnar á alþjóðavísu með ungu fólki allt niður í grunnskólaaldur. Verkleg kennsla í alþjóðlegum samskiptum er sjaldnast í boði en MUN samlíkingin er ein leið til að æfa grunntexta stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í verki þar sem segir að þjóðir skulu „...sýna umburðalyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir...“.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það líður varla sá dagur að við fáum ekki fréttir af stöðu mála í Úkraínu. Helstu þjóðarleiðtogar heims reyna hvað þeir geta að finna lausnir. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur að sjálfsögðu rætt málið, en án samkomulags, eins og gerist og gengur. Öryggisráðið starfar eftir kerfi sem þjónaði samstarfi þjóða fyrir tugum ára en það hefur reynst erfitt að aðlaga starfsemi þess að nýjum tímum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-moon, heldur þó áfram á fundum sínum í Evrópu að benda á samkomulag hinna sameinuðu þjóða um að finna diplómatískar leiðir. Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir meðal annars „....að til þess að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið, þá ætlum við að sýna umburðalyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir...“.Öflugt starf Íslands á sviði Sameinuðu þjóðanna Þó svo að Öryggisráðið reynist vanmáttugt að mörgu leyti hefur það óneitanlega mikið vald sem hefur áhrif á gang alþjóðamála. Margir muna kannski vel eftir kosningabaráttu sem við Íslendingar háðum á sviði SÞ árið 2009 til að komast í ráðið. Það tókst ekki en starf Fastanefndar Íslands hjá SÞ í New York er samt afar öflugt. Saga okkar og samstarf með Sameinuðu þjóðunum er þess eðlis að ungmenni á Íslandi hafa rétt á metnaðarfullri kennslu um samtökin, stofnanir þeirra og starfsemi. Hver sá sem les stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í dag væri sammála. Uppbygging á þekkingu ungs fólks um Sameinuðu þjóðirnar er lykilatriði.Starfsemi Öryggisráðsins kennd með IceMUN Eina helgi á ári fer fram ein besta kennslustund sem um getur á landinu um Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og starfsemi þess. Þetta er ráðstefna sem kallast IceMUN og stendur fyrir Iceland Model United Nations. Ráðstefnan er samlíking á Öryggisráðinu þar sem bæði innlendir sem erlendir nemendur á mennta- og háskólastigi setja sig í spor sendifulltrúa við úrlausn flókinna alþjóðlegra deilumála. Fyrir ráðstefnuna fá þátttakendur úthlutað einu af 15 ríkjum Öryggisráðsins sem þeir síðan kynna sér til þess að geta fylgt stefnumálum þess eftir þegar á ráðstefnuna er komið. Í ár verða mögulegar lausnir á Úkraínudeilunni ræddar og munu þátttakendur keppast við að koma sér saman um ályktun fyrir lok helgarinnar. Samkomulag verður að nást með minnst níu atkvæðum og án þess að nokkurt ríki noti neitunarvald sitt gegn ályktuninni.Verkleg kennsla í alþjóðlegum samskiptum IceMUN ráðstefnan er gott tækifæri fyrir ungt fólk til að læra meira um starfsemi, vinnuaðferðir og starfsreglur Sameinuðu þjóðanna, æfa ræðuflutning á ensku og setja sig í spor sendifulltrúa annars ríkis. Það merkilega er að nemendurnir finna iðulega lausn á deilumálum ráðstefnunnar. Þau eru ótrúlega vel að sér í málefnunum sem tekin eru fyrir og eftir helgina þekkja þau samskiptaleiðir ráðsins, eins stífar og þær nú eru. Ráðstefnan verður haldin næstu helgi 4.-6. apríl í húsnæði Háskólans í Reykjavík og áhugavert verður að lesa lokaályktun fundarins um Úkraínu. Slíkar MUN ráðstefnur eru haldnar á alþjóðavísu með ungu fólki allt niður í grunnskólaaldur. Verkleg kennsla í alþjóðlegum samskiptum er sjaldnast í boði en MUN samlíkingin er ein leið til að æfa grunntexta stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í verki þar sem segir að þjóðir skulu „...sýna umburðalyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir...“.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar