Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sett á svið Berglind Sigmarsdóttir skrifar 3. apríl 2014 10:26 Það líður varla sá dagur að við fáum ekki fréttir af stöðu mála í Úkraínu. Helstu þjóðarleiðtogar heims reyna hvað þeir geta að finna lausnir. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur að sjálfsögðu rætt málið, en án samkomulags, eins og gerist og gengur. Öryggisráðið starfar eftir kerfi sem þjónaði samstarfi þjóða fyrir tugum ára en það hefur reynst erfitt að aðlaga starfsemi þess að nýjum tímum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-moon, heldur þó áfram á fundum sínum í Evrópu að benda á samkomulag hinna sameinuðu þjóða um að finna diplómatískar leiðir. Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir meðal annars „....að til þess að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið, þá ætlum við að sýna umburðalyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir...“.Öflugt starf Íslands á sviði Sameinuðu þjóðanna Þó svo að Öryggisráðið reynist vanmáttugt að mörgu leyti hefur það óneitanlega mikið vald sem hefur áhrif á gang alþjóðamála. Margir muna kannski vel eftir kosningabaráttu sem við Íslendingar háðum á sviði SÞ árið 2009 til að komast í ráðið. Það tókst ekki en starf Fastanefndar Íslands hjá SÞ í New York er samt afar öflugt. Saga okkar og samstarf með Sameinuðu þjóðunum er þess eðlis að ungmenni á Íslandi hafa rétt á metnaðarfullri kennslu um samtökin, stofnanir þeirra og starfsemi. Hver sá sem les stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í dag væri sammála. Uppbygging á þekkingu ungs fólks um Sameinuðu þjóðirnar er lykilatriði.Starfsemi Öryggisráðsins kennd með IceMUN Eina helgi á ári fer fram ein besta kennslustund sem um getur á landinu um Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og starfsemi þess. Þetta er ráðstefna sem kallast IceMUN og stendur fyrir Iceland Model United Nations. Ráðstefnan er samlíking á Öryggisráðinu þar sem bæði innlendir sem erlendir nemendur á mennta- og háskólastigi setja sig í spor sendifulltrúa við úrlausn flókinna alþjóðlegra deilumála. Fyrir ráðstefnuna fá þátttakendur úthlutað einu af 15 ríkjum Öryggisráðsins sem þeir síðan kynna sér til þess að geta fylgt stefnumálum þess eftir þegar á ráðstefnuna er komið. Í ár verða mögulegar lausnir á Úkraínudeilunni ræddar og munu þátttakendur keppast við að koma sér saman um ályktun fyrir lok helgarinnar. Samkomulag verður að nást með minnst níu atkvæðum og án þess að nokkurt ríki noti neitunarvald sitt gegn ályktuninni.Verkleg kennsla í alþjóðlegum samskiptum IceMUN ráðstefnan er gott tækifæri fyrir ungt fólk til að læra meira um starfsemi, vinnuaðferðir og starfsreglur Sameinuðu þjóðanna, æfa ræðuflutning á ensku og setja sig í spor sendifulltrúa annars ríkis. Það merkilega er að nemendurnir finna iðulega lausn á deilumálum ráðstefnunnar. Þau eru ótrúlega vel að sér í málefnunum sem tekin eru fyrir og eftir helgina þekkja þau samskiptaleiðir ráðsins, eins stífar og þær nú eru. Ráðstefnan verður haldin næstu helgi 4.-6. apríl í húsnæði Háskólans í Reykjavík og áhugavert verður að lesa lokaályktun fundarins um Úkraínu. Slíkar MUN ráðstefnur eru haldnar á alþjóðavísu með ungu fólki allt niður í grunnskólaaldur. Verkleg kennsla í alþjóðlegum samskiptum er sjaldnast í boði en MUN samlíkingin er ein leið til að æfa grunntexta stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í verki þar sem segir að þjóðir skulu „...sýna umburðalyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir...“.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það líður varla sá dagur að við fáum ekki fréttir af stöðu mála í Úkraínu. Helstu þjóðarleiðtogar heims reyna hvað þeir geta að finna lausnir. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur að sjálfsögðu rætt málið, en án samkomulags, eins og gerist og gengur. Öryggisráðið starfar eftir kerfi sem þjónaði samstarfi þjóða fyrir tugum ára en það hefur reynst erfitt að aðlaga starfsemi þess að nýjum tímum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-moon, heldur þó áfram á fundum sínum í Evrópu að benda á samkomulag hinna sameinuðu þjóða um að finna diplómatískar leiðir. Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir meðal annars „....að til þess að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið, þá ætlum við að sýna umburðalyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir...“.Öflugt starf Íslands á sviði Sameinuðu þjóðanna Þó svo að Öryggisráðið reynist vanmáttugt að mörgu leyti hefur það óneitanlega mikið vald sem hefur áhrif á gang alþjóðamála. Margir muna kannski vel eftir kosningabaráttu sem við Íslendingar háðum á sviði SÞ árið 2009 til að komast í ráðið. Það tókst ekki en starf Fastanefndar Íslands hjá SÞ í New York er samt afar öflugt. Saga okkar og samstarf með Sameinuðu þjóðunum er þess eðlis að ungmenni á Íslandi hafa rétt á metnaðarfullri kennslu um samtökin, stofnanir þeirra og starfsemi. Hver sá sem les stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í dag væri sammála. Uppbygging á þekkingu ungs fólks um Sameinuðu þjóðirnar er lykilatriði.Starfsemi Öryggisráðsins kennd með IceMUN Eina helgi á ári fer fram ein besta kennslustund sem um getur á landinu um Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og starfsemi þess. Þetta er ráðstefna sem kallast IceMUN og stendur fyrir Iceland Model United Nations. Ráðstefnan er samlíking á Öryggisráðinu þar sem bæði innlendir sem erlendir nemendur á mennta- og háskólastigi setja sig í spor sendifulltrúa við úrlausn flókinna alþjóðlegra deilumála. Fyrir ráðstefnuna fá þátttakendur úthlutað einu af 15 ríkjum Öryggisráðsins sem þeir síðan kynna sér til þess að geta fylgt stefnumálum þess eftir þegar á ráðstefnuna er komið. Í ár verða mögulegar lausnir á Úkraínudeilunni ræddar og munu þátttakendur keppast við að koma sér saman um ályktun fyrir lok helgarinnar. Samkomulag verður að nást með minnst níu atkvæðum og án þess að nokkurt ríki noti neitunarvald sitt gegn ályktuninni.Verkleg kennsla í alþjóðlegum samskiptum IceMUN ráðstefnan er gott tækifæri fyrir ungt fólk til að læra meira um starfsemi, vinnuaðferðir og starfsreglur Sameinuðu þjóðanna, æfa ræðuflutning á ensku og setja sig í spor sendifulltrúa annars ríkis. Það merkilega er að nemendurnir finna iðulega lausn á deilumálum ráðstefnunnar. Þau eru ótrúlega vel að sér í málefnunum sem tekin eru fyrir og eftir helgina þekkja þau samskiptaleiðir ráðsins, eins stífar og þær nú eru. Ráðstefnan verður haldin næstu helgi 4.-6. apríl í húsnæði Háskólans í Reykjavík og áhugavert verður að lesa lokaályktun fundarins um Úkraínu. Slíkar MUN ráðstefnur eru haldnar á alþjóðavísu með ungu fólki allt niður í grunnskólaaldur. Verkleg kennsla í alþjóðlegum samskiptum er sjaldnast í boði en MUN samlíkingin er ein leið til að æfa grunntexta stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna í verki þar sem segir að þjóðir skulu „...sýna umburðalyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir...“.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar