Lífið

Nýtt trend - taka "selfie“-myndir eftir samfarir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Skjáskot af Instagram
Ný tíska hefur skapast á miðlinum Instagram sem snýst um það að notendur setja inn „selfie“-myndir af sér rétt eftir samfarir og merkja þær með kassmerkinu #aftersex.

Myndirnar eru misgrófar. Sumir bjóða upp á grín á meðan aðrir taka kassmerkið afar alvarlega og taka mjög ástríðufullar myndir af sér.

Vefsíðan Nerve fjallaði fyrst um málið og bendir á að kassmerkið gæti verið leið fyrir pörin að sanna fyrir vinum sínum að þau séu að stunda afar mikið kynlíf. Hins vegar séu þessar myndir opnar öllum og það sem endi á internetinu verði þar að eilífu.

Fréttamiðillinn Daily Mail talar við Dr. Chris Chesher hjá háskólanum í Sydney í Ástralíu sem bendir á að ekki sé búið að skilgreina hvernig eigi að nota ný menningarfyrirbæri.

„Normin um hvernig eigi að nota ný menningarfyrirbæri eru ekki búin til fyrr en fólk byrjar að nota þau. Facebook hefur verið til í fjöldamörg ár þannig að fólk hefur þróað skilgreiningu um hvernig eigi að nota miðilinn.“

Hægt er að sjá fjölmargar myndir með kassmerkinu #aftersex hér.

Myndirnar eru misjafnar.Vísir/Skjáskot af Instagram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.