Lífið

Boladagur fer vel af stað

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þau bitu á agnið. Frá vinstri: Stefan Dennis, Erin Brady og Joey Barton.
Þau bitu á agnið. Frá vinstri: Stefan Dennis, Erin Brady og Joey Barton. vísir/getty
Hinn árlegi Boladagur hófst með látum klukkan 20 í kvöld en hann er haldinn í þriðja sinn og kallaður „stærsti Twitter-viðburður ársins“ af nefnd Boladagsins.

Boladagur gengur út á reyna að fá erlendar stjörnur til að svara sér á Twitter og eru færslurnar merktar #Boladagur. Fólk fer frumlegar leiðir við að reyna að fá viðbrögð frá stjörnunum en allur gangur er á því hversu góð viðbrögðin eru.

Um 3.000 tíst merkt Boladeginum hafa verið sett inn frá því leikar hófust í kvöld og nú þegar hafa nokkrar stjörnur bitið á agnið. Á meðal þeirra má nefna sápuóperustjörnuna Stefan Dennis úr Nágrönnum, Erin Brady, ungfrú Bandaríkin 2013, og knattspyrnumanninn Joey Barton.

Fyrsta árið sem Boladagurinn var haldinn voru send um 9.000 tíst með merkingunni en þau voru rúmlega 18.000 á síðasta ári. Það jafngildir tísti á fimm sekúndna fresti þá 27 tíma sem viðburðurinn stóð yfir. Á miðnætti annað kvöld lýkur Boladeginum svo formlega en fylgjast má með framvindu mála á vefsíðu Boladags og í rauntíma neðst í fréttinni.

Nokkur vel valin tíst Hér má fylgjast með Boladeginum í rauntíma





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.