Lífið

Á von á öðru barni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Raunveruleikastjarnan Snooki á von á öðru barni með unnusta sínum, Jionni LaValle.

„Við Jionni erum búin að vera að reyna að eignast annað barn síðan í nóvember. Ég á að eiga í haust en við ætlum einmitt að gifta okkur þá. Annasamt ár!“ segir Snooki í samtali við tímaritið Us Weekly.

„Við stefnum enn á að gifta okkur, við erum ástfangin upp fyrir haus af hvort öðru. Við höfum beðið nógu lengi og getum ekki beðið lengur.“

Fyrir eiga Snooki og Jionni soninn Lorenzo sem fæddist árið 2012.

Hamingjusöm fjölskylda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.