Lífið

Stóra systir búin að trúlofa sig

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Haylie Duff, eldri systir leik- og söngkonunnar Hilary Duff, er búin að trúlofa sig sínum heittelskaða, Matt Rosenberg. Þetta tilkynnti hún á Instagram-síðu sinni í gær og lét mynd af turtildúfunum fylgja með. Þá skrifaði hún einnig bloggfærslu um bónorðið.

„Þessi vika er besta vika lífs míns. Matt kom mér á óvart og bað mín...á 1. apríl af öllum dögum. Stundin var yndisleg (eins og hann!) og ég gat ekki beðið eftir því að segja já!“ skrifar Haylie.

Aðeins eru þrír mánuðir síðan að systir hennar Hilary skildi við eiginmann sinn til þriggja ára, Mike Comrie en saman eiga þau soninn Luca sem er tveggja ára.

Hilary óskaði systur sinni til hamingju á Twitter í gær eins og sést í meðfylgjandi tísti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.