Innlent

Karlmaður handtekinn grunaður um vörslu á kannabisefnum

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kannabisefni í vikunni.
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kannabisefni í vikunni.
Mikið magn af kannabisefnum fannst í húsleit, sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í húsnæði í umdæminu í vikunni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fundust efnin í goskæli í bílskúr. Þá hafði ýmsu lauslegu verið raðað fyrir framan kælinn.

Karlmaður um þrítugt var handtekinn vegna málsins og færður á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum. Hann var laus úr haldi að því loknu.









Fleiri fréttir

Sjá meira


×