Skoðun

Húsnæðismál ungs fólks

Hugrún Sigurðardóttir skrifar
Þegar kemur að húsnæðismálum ungs fólks er vandinn stór. það er bæði dýrt að leigja og tryggingafé jafnan hátt. Unga fólkið á oftast ekki greiðan aðgang að bankatryggingum þar sem það er oftar en ekki í námi og lifir á námslánum.

Leiguverð er hátt og það er ótryggur markaður þar sem íbúðir eru margar á söluskrá og það er mikill kostnaður sem fylgir því að þurfa að flytja reglulega. 

Þó eru margar íbúðir sem eru í eign íbúðalánasjóðs látnar standa auðar frekar en að leigja þær út til fólks á verði sem fólk ræður við að borga er íbúðalánasjóður barn síns tíma? Eftir situr spurningin hvað er til ráða fyrir ungt fólk í dag sem er að reyna að koma undir sig fótunum og mennta sig?

Það er ekki öfundsvert hlutverk að búa á Íslandi og ætla að fjárfesta í húsnæði. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er í námi eða verkamannavinnu.

Nú fer að líða að kosningum og hvað hafa flokkarnir gert hingað til til að tryggja sanngjarnt leiguverð fyrir fólk? Framsókn er með þá lausn að fólk geti notað séreignasparnað til kaupa á fyrstu eign, ég spyr á unga fólkið sem er nýskriðið út úr menntaskóla mikinn sparnað til að nota þegar það er í námi meirihluta ársins?

Ekki er að sjá að sú metnaðarfulla stefna sem sjálfstæðismenn hafa sé að virka, hver er árangurinn síðustu ár?

Samfylkingin lét byggja nokkrar íbúðir en með hraða skjaldbökunnar á sú leið eftir að taka langan tíma.

Nú er spurningin hvað er á stefnuskrá flokkana varðandi þennan mikilvæga málaflokk? eru þetta endalaus orð á blaði eða á virkilega að gera eitthvað? Er ekki kominn tími til að fara að vinna af krafti í þessum málum og skapa leigumarkað sem er sanngjarn fyrir alla aðila.

Það er ekki eðlilegt að þurfa að leggja fram jafnvel 1 milljón í tryggingafé og það er ekki á allra færi að hafa aðgang að þeirri upphæð. Skoðum vel hvað við kjósum yfir okkur því við sitjum uppi með þá ákvörðun næstu 4 árin.

Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.




Skoðun

Sjá meira


×