Lífið

Cumberbatch leikur Ríkharð hinn þriðja

Benedict Cumberbatch er sagður vera  í hóp fremstu leikara Bretlands.
Benedict Cumberbatch er sagður vera í hóp fremstu leikara Bretlands. mynd/getty
Leikarinn knái Benedict Cumberbatch hefur verið valinn til þess að leika hlutverk Ríkharðs 3. í nýstárlegri uppfærslu BBC.

Ríkharður 3. er leikrit eftir leikskáldið William Shakespeare en Cumberbatch gerði garðinn frægan í vinsælli þáttaröð um líf rannsóknarlögreglumannsins Sherlock Holmes.

Leikstjóri uppfærslunnar er Dominic Cooke en hann starfaði um árabil sem listrænn stjórnandi Royal Court leikhússins í Bretlandi.

Á blaðamannafundi sagðist Cumberbatch vera einstaklega spenntur fyrir verkefninu og að honum þætti það mikill heiður að fá að starfa með Cooke.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.