Betra er að vera ólæs en illa innrættur Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 7. apríl 2014 16:24 Þannig vona ég að málshátturinn hljómi sem Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, dregur úr páskaegginu sínu. Hann og vinir hans spreða í heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann staðhæfir að skólakerfið hafi brugðist börnunum okkar en fái þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu. Það er ekki fyrir óvana að ná að troða tveimur lygum í sömu málsgreinina en Halldór er heldur enginn viðvaningur. Hann veit að til þess að ná inn atkvæðum fyrir flokkinn sinn þarf hann að einbeita sér að málefni sem fer hátt og flestir láta sig varða. Hann er ekki sá eini úr Sjálfstæðisflokknum sem ætlar að hagnast á Pisa-könnun en Þorbjörg Helga lét hafa eftir sér á dögunum að hún væri þreytt á endalausu hjali um vellíðan barna, hún vill bara betri árangur á samræmdum könnunum. Bæði telja þau það vænlegt til árangurs að stjórna peningastreymi til skólanna út frá niðurstöðum í þessum prófum en láta hjá líða að útskýra hvernig það skuli gert og hvaða prófanir eigi að hafa til viðmiðunar. Hvorugt þeirra hefur verið talsmaður þess að birta kannanir um líðan nemenda eða þátttöku í skólastarfinu enda greinilega aukaatriði. Það er fáránlega auðvelt að hrópa sig hásan um niðurstöður Pisa þegar kosningar nálgast en þess á milli virðist áhuginn enginn. Hrópin og köllin um breyttar áherslur í kennslu eru mörgum árum á eftir raunveruleikanum og augljóst að þeir sem hrópa hæst hafa ekki kynnt sér skólastarf nýlega. Í þau fimmtán ár sem ég hef starfað sem kennari (í mörgum ólíkum skólum) eru nýjungar og breytingar fyrirferðarmesti þátturinn. Kennarar og menntastofnanir eru stöðugt að þróa aðferðir, auka fjölbreytni, opna á möguleika og viða að sér námsefni úr ólíkum áttum til þess að bæta skólastarf. Markmið skólanna er að skila sjálfstæðum, fróðleiksfúsum, skapandi og jákvæðum einstaklingum út í lífið. Já, við kennum lestur en lestur er aðeins einn þáttur í skólastarfinu. Það sem gerir yfirlýsingu Halldórs heimskulegri en ella er sú staðreynd að skólar sem eru hefðbundnari í starfi sínu koma síst verr út í lestri en þeir sem hafa stigið út fyrir rammann. Lestur hefur verið kenndur lengi og er svolítið eins og kaffi, það er hægt að kaupa rándýrar kaffivélar og rannsaka endalaust hvaða hitastig, brennsla eða þrýstingur hentar en á endanum snýst þetta um að heitu vatni er hellt yfir malaðar kaffibaunir. Rétt eins og að lokum snýst lestrarkennsla um að gera börnin læs, jafnt á orð sem innihald. Við viljum læs börn en við viljum miklu meira en það. • Halldór ætlar að stjórna fjármagni til skólanna út frá kunnáttu nemenda í afmörkuðum þætti. Það segir sig sjálft að skólar munu þá einbeita sér að þeim þætti á kostnað annarra þar sem berjast þarf um hverja krónu. • Halldór vill auka hlutfall einkarekinna skóla en þykir greinilega ekki ástæða til að gefa skólum sem reknir eru af borginni aukið sjálfstæði. • Halldór vill meiri sveigjanleika á milli skólastiga og ætlar því örugglega að endurvekja þann möguleika að grunnskólanemendur geti tekið framhaldsskólaáfanga til þess að flýta fyrir sér í námi en þessi möguleiki datt út 2009 vegna niðurskurðar í skólakerfinu (þ.e. þeim að kostnaðarlausu). • Halldór segir líka að þeir sem þurfi stuðning eigi rétt á honum en það sér hver læs maður að ekkert er á bak við slíka framsetningu. Í grunnskólum borgarinnar er mikill fjöldi barna sem á rétt á þjónustu en fær hana ekki vegna fjárskorts. Það væri frábært að einhver bætti úr því en miðað við fyrri punkta tel ég ekki að það verði Halldór. Niðurstaða þessarar hugleiðingar minnar er sú að Halldór Halldórsson hafi ekki hundsvit á skólamálum og ætli sér með gífuryrðum og sleggjudómum að klóra flokkinn sinn inn í borgarstjórn. Sem kennari í skóla án aðgreiningar tel ég þó að Halldór eigi alla möguleika til þess að bæta þekkingu sína og býð honum hér með að koma og skoða starfið í Sæmundarskóla þar sem ég kenni. Ég er líka viss um að kennarar í öðrum skólum eru jafn reiðubúnir að koma honum til hjálpar og vinna bug á vanþekkingu og fordómum hans.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þannig vona ég að málshátturinn hljómi sem Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, dregur úr páskaegginu sínu. Hann og vinir hans spreða í heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem hann staðhæfir að skólakerfið hafi brugðist börnunum okkar en fái þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu. Það er ekki fyrir óvana að ná að troða tveimur lygum í sömu málsgreinina en Halldór er heldur enginn viðvaningur. Hann veit að til þess að ná inn atkvæðum fyrir flokkinn sinn þarf hann að einbeita sér að málefni sem fer hátt og flestir láta sig varða. Hann er ekki sá eini úr Sjálfstæðisflokknum sem ætlar að hagnast á Pisa-könnun en Þorbjörg Helga lét hafa eftir sér á dögunum að hún væri þreytt á endalausu hjali um vellíðan barna, hún vill bara betri árangur á samræmdum könnunum. Bæði telja þau það vænlegt til árangurs að stjórna peningastreymi til skólanna út frá niðurstöðum í þessum prófum en láta hjá líða að útskýra hvernig það skuli gert og hvaða prófanir eigi að hafa til viðmiðunar. Hvorugt þeirra hefur verið talsmaður þess að birta kannanir um líðan nemenda eða þátttöku í skólastarfinu enda greinilega aukaatriði. Það er fáránlega auðvelt að hrópa sig hásan um niðurstöður Pisa þegar kosningar nálgast en þess á milli virðist áhuginn enginn. Hrópin og köllin um breyttar áherslur í kennslu eru mörgum árum á eftir raunveruleikanum og augljóst að þeir sem hrópa hæst hafa ekki kynnt sér skólastarf nýlega. Í þau fimmtán ár sem ég hef starfað sem kennari (í mörgum ólíkum skólum) eru nýjungar og breytingar fyrirferðarmesti þátturinn. Kennarar og menntastofnanir eru stöðugt að þróa aðferðir, auka fjölbreytni, opna á möguleika og viða að sér námsefni úr ólíkum áttum til þess að bæta skólastarf. Markmið skólanna er að skila sjálfstæðum, fróðleiksfúsum, skapandi og jákvæðum einstaklingum út í lífið. Já, við kennum lestur en lestur er aðeins einn þáttur í skólastarfinu. Það sem gerir yfirlýsingu Halldórs heimskulegri en ella er sú staðreynd að skólar sem eru hefðbundnari í starfi sínu koma síst verr út í lestri en þeir sem hafa stigið út fyrir rammann. Lestur hefur verið kenndur lengi og er svolítið eins og kaffi, það er hægt að kaupa rándýrar kaffivélar og rannsaka endalaust hvaða hitastig, brennsla eða þrýstingur hentar en á endanum snýst þetta um að heitu vatni er hellt yfir malaðar kaffibaunir. Rétt eins og að lokum snýst lestrarkennsla um að gera börnin læs, jafnt á orð sem innihald. Við viljum læs börn en við viljum miklu meira en það. • Halldór ætlar að stjórna fjármagni til skólanna út frá kunnáttu nemenda í afmörkuðum þætti. Það segir sig sjálft að skólar munu þá einbeita sér að þeim þætti á kostnað annarra þar sem berjast þarf um hverja krónu. • Halldór vill auka hlutfall einkarekinna skóla en þykir greinilega ekki ástæða til að gefa skólum sem reknir eru af borginni aukið sjálfstæði. • Halldór vill meiri sveigjanleika á milli skólastiga og ætlar því örugglega að endurvekja þann möguleika að grunnskólanemendur geti tekið framhaldsskólaáfanga til þess að flýta fyrir sér í námi en þessi möguleiki datt út 2009 vegna niðurskurðar í skólakerfinu (þ.e. þeim að kostnaðarlausu). • Halldór segir líka að þeir sem þurfi stuðning eigi rétt á honum en það sér hver læs maður að ekkert er á bak við slíka framsetningu. Í grunnskólum borgarinnar er mikill fjöldi barna sem á rétt á þjónustu en fær hana ekki vegna fjárskorts. Það væri frábært að einhver bætti úr því en miðað við fyrri punkta tel ég ekki að það verði Halldór. Niðurstaða þessarar hugleiðingar minnar er sú að Halldór Halldórsson hafi ekki hundsvit á skólamálum og ætli sér með gífuryrðum og sleggjudómum að klóra flokkinn sinn inn í borgarstjórn. Sem kennari í skóla án aðgreiningar tel ég þó að Halldór eigi alla möguleika til þess að bæta þekkingu sína og býð honum hér með að koma og skoða starfið í Sæmundarskóla þar sem ég kenni. Ég er líka viss um að kennarar í öðrum skólum eru jafn reiðubúnir að koma honum til hjálpar og vinna bug á vanþekkingu og fordómum hans.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar