Golf

Scott bauð upp á steik og humar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Fyrrverandi meistarar á Masters mótinu komu saman í klúbbhúsinu á Augusta National í gær.
Fyrrverandi meistarar á Masters mótinu komu saman í klúbbhúsinu á Augusta National í gær. Vísir/AP
Hefð er fyrir því að sigurvegari síðasta árs í Masters mótinu velji matseðilinn á kvöldverði meistaranna sem fram fór í gær í klúbbhúsinu á Augusta National. Ástralinn Adam Scott sigraði í mótinu á síðasta ári og bauð upp á steik og humar eða Surf and Turf eins og það útleggst á enskri tungu.

„Ég taldi að það myndi hitta í mark að bjóða upp á eitthvað sem allir kannast við,“ segir Scott. Hann hafði íhugað að bjóða upp á mjög sérstakan þjóðarrétt frá Queensland í Ástralíu. Meðal annars kom til greina að bjóða upp á rétt þar sem skordýr koma við sögu. Fyrrum meistarar voru því líklega himinlifandi með að fá steik og humar í gærkvöldi.

Margir framandi réttir hafa verið framreiddir á kvöldverði meistaranna í gegnum tíðina. Frægt er þegar Skotinn Sandy Lyle bauð upp á þjóðarrétt Skota, Haggis, sem er ekki ólíkt íslenska slátrinu og Nick Faldo bauð eitt sinn upp á enska réttinn Fish & Chips.


Tengdar fréttir

McIlroy: Lærði mikið af klúðrinu 2011

Rory McIlroy fór illa að ráði sínu á lokadegi Masters-mótsins 2011 en hrunið þar gerði hann sterkari og skilaði honum tveimur risatitlum.

Aldrei fleiri nýliðar á Masters

Það verða alls 24 nýliðar sem leika á Masters mótinu í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Liðin eru 35 ár frá því að nýliði stóð uppi sem sigurvegari í mótinu.

Masters-vikan byrjaði með þrumuveðri

Fyrsta æfingahring fyrir Masters mótið, sem hefst á fimmtudag, var aflýst í dag vegna þrumuveðurs. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem aflýsa þarf æfingahring.

McIlroy og Spieth leika saman

Búið er að tilkynna rástíma fyrir fyrstu tvo keppnisdagana á Masters mótinu sem hefst á fimmtudag á Augusta National vellinum.

Adam Scott ætlar ekki úr græna jakkanum

Ástralinn vonast til að verða fjórði maðurinn í sögunni sem vinnur Masters-mótið tvö ár í röð en það hafa aðeins þrír af bestu kylfingum sögunnar afrekað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×