Golf

Feðgar leika í fyrsta sinn á Masters

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Craig og Kevin Stadler.
Craig og Kevin Stadler. Vísir/AP
Craig og Kevin Stadler verða fyrstu feðarnir til að vera báðir með keppnisrétt í sama Masters mótinu. Craig er sextugur að aldri og sigraði í mótinu árið 1982 og öðlaðist þar með lífstíðarkeppnisrétt í mótið. Kevin sigraði í Phoenix Open mótinu á PGA-mótaröðinni í febrúar og fékk þar með keppnisrétt í Masters mótinu í ár.

Sá eldri er himinlifandi með að fá að upplifa Masters mótið með syni sínum. „Ég get ekki ímyndað mér betri leið til að spila í mótinu en með syni minn með í sama móti. Þetta er frábært. Það besta við þetta er að ég fæ fjölmiðlaathygli í fyrsta sinn í 20 ár,“ sagði Craig  Stadler kátur.

„Ég mun berjast við að komast í gegnum niðurskurðinn en hann ætlar að reyna að vinna þetta mót,“ sagði Stadler eldri. „Þetta verður dásamleg vika fyrir okkur.“

Hér að neðan má heyra skemmtilegt viðtal við Stadler-feðga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×