Innlent

Magadans og draugahús í Hagaskóla

Birta Björnsdóttir skrifar
Magadans, draugahús, uppistand og girnilegar veitingar voru meðal þess sem boðið var upp á í Hagaskóla í dag.

Ekki hafa þó verið teknir upp nýjir kennsluhættir þar á bæ en dagskráin var skpulögð af nemendum skólans undir slagorðinu Gott mál.

Eins og nafnið gefur til kynna er tilgangurinn að styrkja gott málefni og renna allir þeir fjármunir sem söfnuðust í dag til barna í Sýrlandi í gegnum Barnaheill og til SOS barnaþorpa.

Sölvi Pálsson, nemandi í 9.bekk Hagaskóla, sagði draugahúsið vera vinsælasta áfangastaðinn. Hann sagði nemendur skólans vera búna að undirbúa viðburðinn mánuðum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×