Innlent

Réðist á samnemendur með hníf

Flest hinna 20 fórnarlamba eru á aldrinum 14-17 ára og eru mörg þeirra talin lífshættulega slösuð eftir að ungur maður réðist á þau vopnaður hnífi í Franklin-menntaskólanum í borginni Murrysville í Pennsylvaníu fyrr í morgun.

Flugvél sótti einn hinna særðu og var honum flogið á nærliggjandi sjúkrahús. Engar liggja fyrir frekari upplýsingar um meiðsli annarra né hver aðdragandi árársinnar var eða henni háttaði nánar.

Árásarmaðurinn var yfirbugaður og er nú í haldi lögreglu. Hann er 16 ára nemandi við skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×