Innlent

Vill leyfa hústökufólki að taka yfir tómar íbúðir

Höskuldur Kári Schram skrifar
Þorleifur Gunnlaugsson oddviti Dögunar í Reykjavík segir að leyfa eigi hústökufólki að taka yfir íbúðir í Reykjavík standi þær tómar í langan tíma.

Þorleifur segir að stór fasteignafélög séu að kaupa margar íbúðir í Reykjavík án þess að leigja þær út.

„Það ríkir neyðarástand í borginni og fjöldi fólks er húsnæðislaust. Á sama tíma eru félög að kaupa upp hundruð íbúða sem standa tómar. Það er óásættanlegt. Að mínu mati vantar lög og reglur yfir þetta. Það á bara að taka þessar íbúðir og nota þær eða heimila fólki, ef íbúðir eru í ákveðinn tíma tómar að leyfa hústöku eins og er leyft í sumum löndum,“segir Þorleifur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×