Innlent

Ráðist á mann í Austurstræti

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/VALLI
Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að ráðist var á hann í Austurstræti í nótt. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er maðurinn með höfuðáverka eftir árásina.

Hann sagðist hafa átt í orðaskiptum við þrjá menn sem enduðu á því að einn úr hópnum sló hann í andlitið. Þegar lögregla og sjúkralið mættu á vettvang var árásarmaðurinn farinn ásamt félögum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×