Innlent

Þyrlur gæslunnar fljúga til myndatöku

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
MYND/FLUGTÆKNIDEILD LANDHELGISGÆSLUNNAR
Þyrlur Landhelgisgæslunnar sáust fljúga í austur átt nú fyrir stundu. Að sögn Aðalsteins Aðalsteinssonar á stjórnstöð gæslunnar eru þær á leið í myndatöku á Sandskeiði.

„Gná er að fara í skoðun þannig að það er verið að nýta tækifærið og ná þeim öllum í einu á mynd,“ segir Aðalsteinn.

Þyrlur gæslunnar eru þrjár. TF-SYN kom til landsins í gær eftir umfangsmikla skoðun og viðhald í Noregi. Þyrlan hefur verið máluð í áberandi appelsínugulum lit og til stendur að mála allar þyrlur Landhelgisgæslunnar í sama lit. 

„Yfirleitt er ein í skoðun og okkar öryggi er að hafa alltaf tvær þyrlur í viðbragðsstöðu,“ segir Aðalsteinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×