Innlent

Samstarf Evrópuríkja ætti ekki að snúast um frekar samruna þeirra

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Ég talaði um meginverkefni ríkisstjórnarinnar, áherslu okkar á að styðja heimilin og efla fjárfestingu,“ segir Bjarni.
„Ég talaði um meginverkefni ríkisstjórnarinnar, áherslu okkar á að styðja heimilin og efla fjárfestingu,“ segir Bjarni.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ræddu um efnahagsmál og samvinnu landanna á fundi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum.

Fundurinn var haldinn í fyrradag í tengslum við leiðtogaráðstefnu íhaldsflokka. Ráðstefnan var haldin í Brussel.

Cameron lagði áherslu á að samstarf Evrópuríkja ætti frekar að snúast um þætti sem gagnist öllum aðildarríkjunum frekar en samstarfið snúist um frekari samruna evrópuríkja og ofurríki ESB:

Bjarni Benediktsson var aðalræðumaður ráðstefnunnar. „Ég talaði um meginverkefni ríkisstjórnarinnar, áherslu okkar á að styðja heimilin og efla fjárfestingu,“ segir Bjarni.

Ég fór yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi almennt, áherslur okkar í skattamálum, hvernig okkur tókst að leggja fram hallalaus fjárlög og mikilvægi þess að létta á skuldastöðu ríkisins á næstu árum. Góður hagvöxtur, lág verðbólga, vaxandi kaupmáttur og hátt atvinnustig vakti mikla athygli á fundinum.“  

Málefni Úkraínu bárust í tal á ráðstefnunni og kom fram hörð gagnrýni á framferði Rússlands á Krímskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×