Innlent

80 kílóa páskaeggjaskúlptúr

Kökugerðarmaður í Hafnarfirði leggur nú lokahönd á skúlptúr sem gerður er úr nítíu kílóum af súkkulaði, eða 200 páskaeggjum. Hann segir að listsköpunin krefjist mikillar þolinmæði.

Páskum fylgir yfirleitt mikið súkkulaðiát. Fæstir láta sér þó detta í hug að nýta súkkulaðið til listsköpunar, en Jón Rúnar Ariliusson kökugerðarmaður í Firði, vinnur nú hörðum höndum að því að klára glæsilegan súkkulaðiskúlptúr. 

„Það hefur ansi mikil vinna ef ég á að segja eins og er. Ætli ég hafi ekki samtals eytt svona fjórum sólarhringum í þetta núna. En þetta er bara svo rosalega gaman að mér er alveg sama,“ segir Jón.

Um páskana verður skúlptúrinn svo brotinn niður og þeir sem vilja geta komið og gætt sér á súkkulaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×