Innlent

Mikil snjóflóðahætta

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Tröllaskaga, en menn búast við snjóflóðum víða, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.
Frá Tröllaskaga, en menn búast við snjóflóðum víða, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil snjóflóðahætta er enn á norðanverðum Vestfjörðum og á utanverðumm Tröllaskaga, eða í Fjallabyggð, að mati Veðurstofunnar.

Ekki er vitað til að flóð hafi fallið í nótt, en það verður kannað nánar í birtingu. Það er líka nokkur flóðahætta á Austfjörðum  og í suðvesturhlíðum fjalla á höfuðborgarsvæðinu. Nú er víðast hvar orðið frostlaust á láglendi, sem getur valdið mikilli hálku, þar sem snjóþekja er á vegum og götum og sumstaðar getur orðið vatnsagi í snjógöngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×