Innlent

Lýst eftir íslenskum börnum á vefsíðu Interpol

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Alexander Oliver og Michaela Angelina Goransbörnhafa verið týnd síðan 27. desember 2013.
Alexander Oliver og Michaela Angelina Goransbörnhafa verið týnd síðan 27. desember 2013. Mynd/Interpol
Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir tveimur íslenskum börnum á vefsíðu sinni. Börnin heita Alexander Oliver Goransson og Michaela Angelina Goransdóttir. Börnin eru systkini, 12 og 10 ára gömul.

Michaela týndist 17. desember 2013 og Alexander tíu dögum síðar, 27. desember. Athygli vekur á því að samkvæmt síðu Interpol týndust börnin með 10 daga millibili. Fram kemur á síðu Interpol að börnin hafi týnst í Svíþjóð.

Samkvæmt Interpol heita foreldrar barnanna Goran Grcic og Gina Waltersdóttir. Móðurafi og -amma barnanna eru íslensk samkvæmt Þjóðskrá.



Skjáskot af síðu Interpol
Skjáskot af síðu Interpol



Fleiri fréttir

Sjá meira


×