Innlent

Bálhvasst og varað við stormi

Gissur Sigurðsson skrifar
Rok og rigning og leiðindaveður er í Reykjavík þennan morguninn.
Rok og rigning og leiðindaveður er í Reykjavík þennan morguninn.
Veðurstofan spáir stormi, eða meiru en tuttugu metrum á sekúndu sunnan og vestanlands með talsverðri rigningu fram undir hádegi. 

Bálhvasst verður í hviðum undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi, en síðan á að fara að lægja og draga úr úrkomu. Hiti verður um allt land, hlýjast á norðausturlandi þar sem hitinn getur farið upp í tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×