Nammi Sigurður Friðleifsson skrifar 27. mars 2014 11:00 Nú keppast hinir ýmsu hagsmunaðilar við að dásama eða fordæma mögulega aðild að Evrópusambandinu. Almenningur verður hálfringlaður þegar fulltrúar fyrirtækja og atvinnugreina ýmist benda á tortímingu eða ofuruppgang samhliða utanstöðu eða inngöngu í sambandið. Svo virðist sem mikið púður fari í hagsmunagæslu ýmissa aðila og skilja má af umræðunni að rekstur og framleiðsla standi alltaf og falli með, tollum, fríverslun, styrkjum, höftum, ívilnunum, reglum, undanþágum, opnunum, sköttum skattafríðindum ofrv. Áherslan í umræðunni virðist einskorðast svolítið við ytra umhverfi rekstrar þar sem sitt sýnist hverjum. Ekki ætla ég að voga mér inn í þessa umræðu heldur aðeins benda á, til fróðleiks, á eina framleiðslugrein á Íslandi sem virðist spjara sig býsna vel þrátt fyrir litla forgjöf eða ívilnanir. Sterk haftastefna réði ríkjum á Íslandi um langt skeið og innan hennar blómstraði ýmiskonar framleiðsla undir verndarvæng takmarkaðar samkeppni. Hér á landi var nánast allt framleitt, allt frá skóm til húsgagna. Þegar krafan um fjölbreytni og samkeppni urðu yfirþyrmandi þá fjaraði undan höftunum með þeim afleiðingum að stór hluti innanlandsframleiðslu lét undan í samkeppni við innflutning. Lægra verð og/eða gæðamunur milli innlendra og erlendra framleiðenda gerði út af við flesta en einn geiri stóð þetta allt af sér þ.e. íslensk sælgætisgerð. Það skal tekið fram strax að undirritaður hefur engin hagsmunatengsl við sælgætisiðnaðinn á Íslandi utan ofneyslu á vörum sem þaðan koma.Hörmulegt starfsumhverfiÞað er aðdáunarvert og sjá hversu íslensk sælgætisgerð er í miklum blóma þegar litið er til þess mótlætis sem greinin í raun býr við. Þegar aðrir framleiðendur eru stöðugt að heimta stuðningsaðgerðir þá getur verið hollt að skoða rekstrarumhverfið sem íslenskir sælgætisframleiðendur búa við. Í fyrsta lagi hefur enginn iðnaður verri markaðsfulltrúa en þeir. Hinir norskættuðu bræður Karíus og Baktus hafa nefnilega lengi verið sameiginlegt andlit iðnaðarins út á við. Stjórnvöld, heilbrigðistofnanir, íþróttaálfar og tannlæknar hafa grímulaust barist gegn neyslu þeirra afurða sem iðnaðurinn setur á markað og lagt áherslu á að 85% vikunnar sé vörunni haldið algerlega frá ungmennum. Ekkert vinnur með bransanum, þegar aðrir kalla á skattalækkanir eru sykurskattur settur á sælgætið og enginn verndartollur eða takmarkanir ver hann gegn innflutningi erlendra stórfyritækja á svipaðri vöru. Fjölbreytt heilsukúraæði sem reglulega leggst á landann er oft búbót fyrir ólíka matvælaframleiðendur. Vinsælasti kúrinn um þessar mundir hefur til dæmis endurheimt virðingu landbúnaðarfitu eins og rjóma, flesks og smjörs með jákvæðum áhrifum á landbúnaðinn. Aldrei fær sælgæti meðbyr í slíkum heilsuæðum sama hversu ólíkir kúrarnir eru. Með einhverjum ólíkindum virðast innlendir nammiframleiðendur hinsvegar standa þetta allt af sér og bjóða upp á fjölbreytt úrval af hágæðavöru sem er í senn óholl og yndisleg. Svo virðist sem útlendingar séu að komast á bragðið, eða þá að brottfluttir Íslendingar geti hreinlega ekki verið án þessarar vöru, því samkvæmt Hagstofunni var útflutningur á sælgæti 62.000 kg. árið 2005 en var kominn upp í 434.000 kg. árið 2013. Þessi skrif hafa svo sem litla þýðingu aðra en að vera smá óður til sælgætisframleiðslu á Íslandi sem sjaldan fær jákvæða umfjöllun. Mögulega gætu fleiri framleiðendur tekið þennan iðnað til fyrirmyndar og lagt frekar áherslu á gæði og samkeppnishæfni vörunnar sjálfrar í stað þess að einblína á ívilnanir eða undanþágur. Eitt er víst að íslenskir nammiframleiðendur hafa líklega takmarkaðar áhyggjur af því hvort Ísland lendi innan eða utan Evrópusambandsins vitandi að hágæðavörur þeirra virðast seljast í hvaða viðskiptaumhverfi sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú keppast hinir ýmsu hagsmunaðilar við að dásama eða fordæma mögulega aðild að Evrópusambandinu. Almenningur verður hálfringlaður þegar fulltrúar fyrirtækja og atvinnugreina ýmist benda á tortímingu eða ofuruppgang samhliða utanstöðu eða inngöngu í sambandið. Svo virðist sem mikið púður fari í hagsmunagæslu ýmissa aðila og skilja má af umræðunni að rekstur og framleiðsla standi alltaf og falli með, tollum, fríverslun, styrkjum, höftum, ívilnunum, reglum, undanþágum, opnunum, sköttum skattafríðindum ofrv. Áherslan í umræðunni virðist einskorðast svolítið við ytra umhverfi rekstrar þar sem sitt sýnist hverjum. Ekki ætla ég að voga mér inn í þessa umræðu heldur aðeins benda á, til fróðleiks, á eina framleiðslugrein á Íslandi sem virðist spjara sig býsna vel þrátt fyrir litla forgjöf eða ívilnanir. Sterk haftastefna réði ríkjum á Íslandi um langt skeið og innan hennar blómstraði ýmiskonar framleiðsla undir verndarvæng takmarkaðar samkeppni. Hér á landi var nánast allt framleitt, allt frá skóm til húsgagna. Þegar krafan um fjölbreytni og samkeppni urðu yfirþyrmandi þá fjaraði undan höftunum með þeim afleiðingum að stór hluti innanlandsframleiðslu lét undan í samkeppni við innflutning. Lægra verð og/eða gæðamunur milli innlendra og erlendra framleiðenda gerði út af við flesta en einn geiri stóð þetta allt af sér þ.e. íslensk sælgætisgerð. Það skal tekið fram strax að undirritaður hefur engin hagsmunatengsl við sælgætisiðnaðinn á Íslandi utan ofneyslu á vörum sem þaðan koma.Hörmulegt starfsumhverfiÞað er aðdáunarvert og sjá hversu íslensk sælgætisgerð er í miklum blóma þegar litið er til þess mótlætis sem greinin í raun býr við. Þegar aðrir framleiðendur eru stöðugt að heimta stuðningsaðgerðir þá getur verið hollt að skoða rekstrarumhverfið sem íslenskir sælgætisframleiðendur búa við. Í fyrsta lagi hefur enginn iðnaður verri markaðsfulltrúa en þeir. Hinir norskættuðu bræður Karíus og Baktus hafa nefnilega lengi verið sameiginlegt andlit iðnaðarins út á við. Stjórnvöld, heilbrigðistofnanir, íþróttaálfar og tannlæknar hafa grímulaust barist gegn neyslu þeirra afurða sem iðnaðurinn setur á markað og lagt áherslu á að 85% vikunnar sé vörunni haldið algerlega frá ungmennum. Ekkert vinnur með bransanum, þegar aðrir kalla á skattalækkanir eru sykurskattur settur á sælgætið og enginn verndartollur eða takmarkanir ver hann gegn innflutningi erlendra stórfyritækja á svipaðri vöru. Fjölbreytt heilsukúraæði sem reglulega leggst á landann er oft búbót fyrir ólíka matvælaframleiðendur. Vinsælasti kúrinn um þessar mundir hefur til dæmis endurheimt virðingu landbúnaðarfitu eins og rjóma, flesks og smjörs með jákvæðum áhrifum á landbúnaðinn. Aldrei fær sælgæti meðbyr í slíkum heilsuæðum sama hversu ólíkir kúrarnir eru. Með einhverjum ólíkindum virðast innlendir nammiframleiðendur hinsvegar standa þetta allt af sér og bjóða upp á fjölbreytt úrval af hágæðavöru sem er í senn óholl og yndisleg. Svo virðist sem útlendingar séu að komast á bragðið, eða þá að brottfluttir Íslendingar geti hreinlega ekki verið án þessarar vöru, því samkvæmt Hagstofunni var útflutningur á sælgæti 62.000 kg. árið 2005 en var kominn upp í 434.000 kg. árið 2013. Þessi skrif hafa svo sem litla þýðingu aðra en að vera smá óður til sælgætisframleiðslu á Íslandi sem sjaldan fær jákvæða umfjöllun. Mögulega gætu fleiri framleiðendur tekið þennan iðnað til fyrirmyndar og lagt frekar áherslu á gæði og samkeppnishæfni vörunnar sjálfrar í stað þess að einblína á ívilnanir eða undanþágur. Eitt er víst að íslenskir nammiframleiðendur hafa líklega takmarkaðar áhyggjur af því hvort Ísland lendi innan eða utan Evrópusambandsins vitandi að hágæðavörur þeirra virðast seljast í hvaða viðskiptaumhverfi sem er.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar