Nammi Sigurður Friðleifsson skrifar 27. mars 2014 11:00 Nú keppast hinir ýmsu hagsmunaðilar við að dásama eða fordæma mögulega aðild að Evrópusambandinu. Almenningur verður hálfringlaður þegar fulltrúar fyrirtækja og atvinnugreina ýmist benda á tortímingu eða ofuruppgang samhliða utanstöðu eða inngöngu í sambandið. Svo virðist sem mikið púður fari í hagsmunagæslu ýmissa aðila og skilja má af umræðunni að rekstur og framleiðsla standi alltaf og falli með, tollum, fríverslun, styrkjum, höftum, ívilnunum, reglum, undanþágum, opnunum, sköttum skattafríðindum ofrv. Áherslan í umræðunni virðist einskorðast svolítið við ytra umhverfi rekstrar þar sem sitt sýnist hverjum. Ekki ætla ég að voga mér inn í þessa umræðu heldur aðeins benda á, til fróðleiks, á eina framleiðslugrein á Íslandi sem virðist spjara sig býsna vel þrátt fyrir litla forgjöf eða ívilnanir. Sterk haftastefna réði ríkjum á Íslandi um langt skeið og innan hennar blómstraði ýmiskonar framleiðsla undir verndarvæng takmarkaðar samkeppni. Hér á landi var nánast allt framleitt, allt frá skóm til húsgagna. Þegar krafan um fjölbreytni og samkeppni urðu yfirþyrmandi þá fjaraði undan höftunum með þeim afleiðingum að stór hluti innanlandsframleiðslu lét undan í samkeppni við innflutning. Lægra verð og/eða gæðamunur milli innlendra og erlendra framleiðenda gerði út af við flesta en einn geiri stóð þetta allt af sér þ.e. íslensk sælgætisgerð. Það skal tekið fram strax að undirritaður hefur engin hagsmunatengsl við sælgætisiðnaðinn á Íslandi utan ofneyslu á vörum sem þaðan koma.Hörmulegt starfsumhverfiÞað er aðdáunarvert og sjá hversu íslensk sælgætisgerð er í miklum blóma þegar litið er til þess mótlætis sem greinin í raun býr við. Þegar aðrir framleiðendur eru stöðugt að heimta stuðningsaðgerðir þá getur verið hollt að skoða rekstrarumhverfið sem íslenskir sælgætisframleiðendur búa við. Í fyrsta lagi hefur enginn iðnaður verri markaðsfulltrúa en þeir. Hinir norskættuðu bræður Karíus og Baktus hafa nefnilega lengi verið sameiginlegt andlit iðnaðarins út á við. Stjórnvöld, heilbrigðistofnanir, íþróttaálfar og tannlæknar hafa grímulaust barist gegn neyslu þeirra afurða sem iðnaðurinn setur á markað og lagt áherslu á að 85% vikunnar sé vörunni haldið algerlega frá ungmennum. Ekkert vinnur með bransanum, þegar aðrir kalla á skattalækkanir eru sykurskattur settur á sælgætið og enginn verndartollur eða takmarkanir ver hann gegn innflutningi erlendra stórfyritækja á svipaðri vöru. Fjölbreytt heilsukúraæði sem reglulega leggst á landann er oft búbót fyrir ólíka matvælaframleiðendur. Vinsælasti kúrinn um þessar mundir hefur til dæmis endurheimt virðingu landbúnaðarfitu eins og rjóma, flesks og smjörs með jákvæðum áhrifum á landbúnaðinn. Aldrei fær sælgæti meðbyr í slíkum heilsuæðum sama hversu ólíkir kúrarnir eru. Með einhverjum ólíkindum virðast innlendir nammiframleiðendur hinsvegar standa þetta allt af sér og bjóða upp á fjölbreytt úrval af hágæðavöru sem er í senn óholl og yndisleg. Svo virðist sem útlendingar séu að komast á bragðið, eða þá að brottfluttir Íslendingar geti hreinlega ekki verið án þessarar vöru, því samkvæmt Hagstofunni var útflutningur á sælgæti 62.000 kg. árið 2005 en var kominn upp í 434.000 kg. árið 2013. Þessi skrif hafa svo sem litla þýðingu aðra en að vera smá óður til sælgætisframleiðslu á Íslandi sem sjaldan fær jákvæða umfjöllun. Mögulega gætu fleiri framleiðendur tekið þennan iðnað til fyrirmyndar og lagt frekar áherslu á gæði og samkeppnishæfni vörunnar sjálfrar í stað þess að einblína á ívilnanir eða undanþágur. Eitt er víst að íslenskir nammiframleiðendur hafa líklega takmarkaðar áhyggjur af því hvort Ísland lendi innan eða utan Evrópusambandsins vitandi að hágæðavörur þeirra virðast seljast í hvaða viðskiptaumhverfi sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú keppast hinir ýmsu hagsmunaðilar við að dásama eða fordæma mögulega aðild að Evrópusambandinu. Almenningur verður hálfringlaður þegar fulltrúar fyrirtækja og atvinnugreina ýmist benda á tortímingu eða ofuruppgang samhliða utanstöðu eða inngöngu í sambandið. Svo virðist sem mikið púður fari í hagsmunagæslu ýmissa aðila og skilja má af umræðunni að rekstur og framleiðsla standi alltaf og falli með, tollum, fríverslun, styrkjum, höftum, ívilnunum, reglum, undanþágum, opnunum, sköttum skattafríðindum ofrv. Áherslan í umræðunni virðist einskorðast svolítið við ytra umhverfi rekstrar þar sem sitt sýnist hverjum. Ekki ætla ég að voga mér inn í þessa umræðu heldur aðeins benda á, til fróðleiks, á eina framleiðslugrein á Íslandi sem virðist spjara sig býsna vel þrátt fyrir litla forgjöf eða ívilnanir. Sterk haftastefna réði ríkjum á Íslandi um langt skeið og innan hennar blómstraði ýmiskonar framleiðsla undir verndarvæng takmarkaðar samkeppni. Hér á landi var nánast allt framleitt, allt frá skóm til húsgagna. Þegar krafan um fjölbreytni og samkeppni urðu yfirþyrmandi þá fjaraði undan höftunum með þeim afleiðingum að stór hluti innanlandsframleiðslu lét undan í samkeppni við innflutning. Lægra verð og/eða gæðamunur milli innlendra og erlendra framleiðenda gerði út af við flesta en einn geiri stóð þetta allt af sér þ.e. íslensk sælgætisgerð. Það skal tekið fram strax að undirritaður hefur engin hagsmunatengsl við sælgætisiðnaðinn á Íslandi utan ofneyslu á vörum sem þaðan koma.Hörmulegt starfsumhverfiÞað er aðdáunarvert og sjá hversu íslensk sælgætisgerð er í miklum blóma þegar litið er til þess mótlætis sem greinin í raun býr við. Þegar aðrir framleiðendur eru stöðugt að heimta stuðningsaðgerðir þá getur verið hollt að skoða rekstrarumhverfið sem íslenskir sælgætisframleiðendur búa við. Í fyrsta lagi hefur enginn iðnaður verri markaðsfulltrúa en þeir. Hinir norskættuðu bræður Karíus og Baktus hafa nefnilega lengi verið sameiginlegt andlit iðnaðarins út á við. Stjórnvöld, heilbrigðistofnanir, íþróttaálfar og tannlæknar hafa grímulaust barist gegn neyslu þeirra afurða sem iðnaðurinn setur á markað og lagt áherslu á að 85% vikunnar sé vörunni haldið algerlega frá ungmennum. Ekkert vinnur með bransanum, þegar aðrir kalla á skattalækkanir eru sykurskattur settur á sælgætið og enginn verndartollur eða takmarkanir ver hann gegn innflutningi erlendra stórfyritækja á svipaðri vöru. Fjölbreytt heilsukúraæði sem reglulega leggst á landann er oft búbót fyrir ólíka matvælaframleiðendur. Vinsælasti kúrinn um þessar mundir hefur til dæmis endurheimt virðingu landbúnaðarfitu eins og rjóma, flesks og smjörs með jákvæðum áhrifum á landbúnaðinn. Aldrei fær sælgæti meðbyr í slíkum heilsuæðum sama hversu ólíkir kúrarnir eru. Með einhverjum ólíkindum virðast innlendir nammiframleiðendur hinsvegar standa þetta allt af sér og bjóða upp á fjölbreytt úrval af hágæðavöru sem er í senn óholl og yndisleg. Svo virðist sem útlendingar séu að komast á bragðið, eða þá að brottfluttir Íslendingar geti hreinlega ekki verið án þessarar vöru, því samkvæmt Hagstofunni var útflutningur á sælgæti 62.000 kg. árið 2005 en var kominn upp í 434.000 kg. árið 2013. Þessi skrif hafa svo sem litla þýðingu aðra en að vera smá óður til sælgætisframleiðslu á Íslandi sem sjaldan fær jákvæða umfjöllun. Mögulega gætu fleiri framleiðendur tekið þennan iðnað til fyrirmyndar og lagt frekar áherslu á gæði og samkeppnishæfni vörunnar sjálfrar í stað þess að einblína á ívilnanir eða undanþágur. Eitt er víst að íslenskir nammiframleiðendur hafa líklega takmarkaðar áhyggjur af því hvort Ísland lendi innan eða utan Evrópusambandsins vitandi að hágæðavörur þeirra virðast seljast í hvaða viðskiptaumhverfi sem er.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun